Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. október 2014 07:00 Gert er ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. fréttablaðið/gva Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira