Beiðni til ríkisstjórnarinnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun