Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2014 08:00 Lars Lagerbäck er einn vinsælasti maður á Íslandi í dag og hann nýtur nú meiri virðingar í Svíþjóð en áður vegna stöðu Íslands. vísir/Anton Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom Íslenski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira