Er að vakna skaðabótaskylda? Ögmundur Jónasson skrifar 27. október 2014 07:00 Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar