Hefja rannsóknir á meðferðum við ebólu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Bærinn Jene-Wonde í Líberíu fékk sinn skerf af ebólu þegar kennari kom með veika dóttur sína í bæinn. Þau létust bæði stuttu síðar ásamt allri fjölskyldu sinni. Fréttablaðið/AP Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Ebóla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.
Ebóla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent