Rúnar: Nú þarf ég að setja mér ný markmið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2014 06:30 Rúnar Kristinsson stýrir nú atvinnumönnum í Noregi. vísir/Stefán Rúnar Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var loks formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í gær, en Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning. Rúnar þekkir hvern krók og kima hjá félaginu, en hann spilaði með því við góðan orðstír frá 1997-2000. Undanfarin fjögur ár hefur Rúnar stýrt KR með góðum árangri, en hann gerði liðið tvívegis að Íslandsmeistara og bikarmeistara í þrígang. „Allt svona þarf að fara sínar leiðir og því hefur þetta tekið sinn tíma. En auðvitað er maður ekki einn inni í myndinni. Það voru fleiri þjálfarar sem þeir skoðuðu, en ég er ánægður með að mér var boðið þetta starf og jafnframt ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Rúnar við íþróttadeild 365 í gær. Nafn Rúnars hefur verið lengi í deiglunni, en hann var orðaður við starfið í fyrra og þá kom hann einmitt til greina. „Það var haft samband við mig fyrir ári. Þjálfarinn sem var að hætta núna ætlaði sér að hætta þá en gerði það ekki og hélt áfram. Þá var ég einn af þeim sem komu til greina hjá félaginu, en ekkert varð úr því.“ Þegar Rúnar ákvað að stíga út úr skrifstofunni sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR um mitt sumar 2010 og gerast þjálfari liðsins ætlaði hann sér alltaf að fara út í þjálfun af fullum hug og komast eins langt og hann mögulega gæti. „Ég segi ekki að mig hafi dreymt alla tíð um að koma til Lilleström aftur og gerast þjálfari. Markmið mitt engu að síður þegar ég tók við KR 2010 var að komast til útlanda á stærra svið og það hefur mér tekist. Fyrsta markmið mitt í þjálfun var að standa mig vel með KR sem ég kann bestu þakkir fyrir það tækifæri sem það gaf mér. Hitt markmiðið, að komast í atvinnumennsku, er að ganga upp núna þannig nú þarf ég að setja mér ný markmið,“ sagði Rúnar. Fjárhagur félagsins hefur mikið verið í fréttum í Noregi, en þar á bæ ætla menn að setja upp launaþak og lækka laun lykilmanna liðsins vilji þeir halda áfram hjá félaginu. „Það er gífurlega erfitt ár framundan. Félagið er í örlitlum fjárhagsvandræðum en hér er fullt af góðu fólki og ég þekki innviði félagsins vel líkt og fólkið hérna þekkir mig. Saman getum við vonandi náð árangri og gert þetta að góðum tíma,“ sagði Rúnar og bætti við: „Staðan er þannig í Noregi og víðar að mörg lið hafa lítið á milli handanna. Það eru því ekkert margir klúbbar sem geta boðið þessum leikmönnum sem við erum kannski að missa betri samninga. Möguleikar okkar á að halda þeim eru því töluvert miklir.“ Það eru fleiri lið en Lilleström sem eiga í vandræðum segir hann. „Það eru mörg önnur félög í norsku deildinni sem eru að draga saman seglin, en nafn Lilleström er oftast dregið inn í umræðuna.“ Lilleström kom á óvart í sumar og hafnaði í fimmta sæti, en hvað vill Rúnar gera með liðið á næstu árum? „Mig langar að fara með þetta lið aðeins hærra en gert hefur verið undanfarin tíu til tólf ár.“- tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Rúnar Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var loks formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í gær, en Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning. Rúnar þekkir hvern krók og kima hjá félaginu, en hann spilaði með því við góðan orðstír frá 1997-2000. Undanfarin fjögur ár hefur Rúnar stýrt KR með góðum árangri, en hann gerði liðið tvívegis að Íslandsmeistara og bikarmeistara í þrígang. „Allt svona þarf að fara sínar leiðir og því hefur þetta tekið sinn tíma. En auðvitað er maður ekki einn inni í myndinni. Það voru fleiri þjálfarar sem þeir skoðuðu, en ég er ánægður með að mér var boðið þetta starf og jafnframt ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Rúnar við íþróttadeild 365 í gær. Nafn Rúnars hefur verið lengi í deiglunni, en hann var orðaður við starfið í fyrra og þá kom hann einmitt til greina. „Það var haft samband við mig fyrir ári. Þjálfarinn sem var að hætta núna ætlaði sér að hætta þá en gerði það ekki og hélt áfram. Þá var ég einn af þeim sem komu til greina hjá félaginu, en ekkert varð úr því.“ Þegar Rúnar ákvað að stíga út úr skrifstofunni sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR um mitt sumar 2010 og gerast þjálfari liðsins ætlaði hann sér alltaf að fara út í þjálfun af fullum hug og komast eins langt og hann mögulega gæti. „Ég segi ekki að mig hafi dreymt alla tíð um að koma til Lilleström aftur og gerast þjálfari. Markmið mitt engu að síður þegar ég tók við KR 2010 var að komast til útlanda á stærra svið og það hefur mér tekist. Fyrsta markmið mitt í þjálfun var að standa mig vel með KR sem ég kann bestu þakkir fyrir það tækifæri sem það gaf mér. Hitt markmiðið, að komast í atvinnumennsku, er að ganga upp núna þannig nú þarf ég að setja mér ný markmið,“ sagði Rúnar. Fjárhagur félagsins hefur mikið verið í fréttum í Noregi, en þar á bæ ætla menn að setja upp launaþak og lækka laun lykilmanna liðsins vilji þeir halda áfram hjá félaginu. „Það er gífurlega erfitt ár framundan. Félagið er í örlitlum fjárhagsvandræðum en hér er fullt af góðu fólki og ég þekki innviði félagsins vel líkt og fólkið hérna þekkir mig. Saman getum við vonandi náð árangri og gert þetta að góðum tíma,“ sagði Rúnar og bætti við: „Staðan er þannig í Noregi og víðar að mörg lið hafa lítið á milli handanna. Það eru því ekkert margir klúbbar sem geta boðið þessum leikmönnum sem við erum kannski að missa betri samninga. Möguleikar okkar á að halda þeim eru því töluvert miklir.“ Það eru fleiri lið en Lilleström sem eiga í vandræðum segir hann. „Það eru mörg önnur félög í norsku deildinni sem eru að draga saman seglin, en nafn Lilleström er oftast dregið inn í umræðuna.“ Lilleström kom á óvart í sumar og hafnaði í fimmta sæti, en hvað vill Rúnar gera með liðið á næstu árum? „Mig langar að fara með þetta lið aðeins hærra en gert hefur verið undanfarin tíu til tólf ár.“- tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira