Jafnrétti – er von? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von!
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun