Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja Hanna Valdís Þorsteinsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 21. nóvember 2014 06:00 Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun