Væntingar og vonbrigði Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. nóvember 2014 08:00 Ég bý nálægt Vesturbæjarskóla og alltaf þegar ég heyri ljúfa nýmóðins tóna skólabjöllunnar inn um gluggann held ég í eina sekúndu að ísbíllinn sé kominn. Ég hef oft hugsað hvað ég vona að sömu hughrif skapist ekki hjá skólabörnunum í frímínútunum. Þvílík vonbrigði sem það væri alla daga. Vinkona mín orðaði á dögunum að ég væri frelsissjúkasta manneskja sem hún þekkti. Ég varð örlítið hugsi yfir hvort það gæti virkilega verið, því ef ég er mesti frelsispésinn á einhverjum mælikvarða er ástæða til að verða fyrir alvarlegum vonbrigðum með minnkandi frelsisvitund annarra. Hún virðist samt vera staðreynd og yfirleitt réttlætt með því að takmarka þurfi frelsið svo ekki sé hægt að misnota það. Við frelsispésarnir reynum þá að halda á lofti mikilvægi frelsisins og verðum eftirvæntingarfull yfir tilburðum í þá átt en verðum svo yfirleitt fyrir vonbrigðum. Til að mynda þegar nokkur þúsund manns kvitta upp á að tjáningar-, ferða- og fundafrelsið sé ekki algilt, nýtt frumvarp um staðgöngumæðrun virðist alltof mörgum takmörkunum háð og jafnsjálfsögðum hlut og frjálsri verslun með áfengi er fundið allt til foráttu af ólíklegasta fólki. Það er pínlega til marks um hversu langt út fyrir frelsiskúrfu við erum komin þegar maður stendur í röð í matvöruverslun í miðbænum og sér sig af samfélagslegri ábyrgð knúinn til að benda túristunum á að pilsnerinn sem þeir sóttu í áberandi stæðu við innganginn sé alls ekki áfengur bjór. Þvílík undrun og vonbrigði þegar rennur upp fyrir þeim að það er ekki hægt að kaupa bjór úti í búð í landinu þar sem á að vera frjálst í fjallasal. Vonbrigði okkar frelsispésanna eru ekkert minni. Við erum bara því miður orðin hættulega lítið hissa þegar fólki finnst sjálfsagt mál að spenna frelsið kyrfilega fast í aftursætið og leyfa elskulegri forsjárhyggjunni að keyra. Eins og eftirvæntingarfullir túristarnir með fangið fullt af pilsnerdósum stöndum við á skólalóðinni og verðum alltaf jafnspennt fyrir komu ísbílsins, til þess eins að átta okkur á að það er bara verið að hringja inn úr frímínútum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Ég bý nálægt Vesturbæjarskóla og alltaf þegar ég heyri ljúfa nýmóðins tóna skólabjöllunnar inn um gluggann held ég í eina sekúndu að ísbíllinn sé kominn. Ég hef oft hugsað hvað ég vona að sömu hughrif skapist ekki hjá skólabörnunum í frímínútunum. Þvílík vonbrigði sem það væri alla daga. Vinkona mín orðaði á dögunum að ég væri frelsissjúkasta manneskja sem hún þekkti. Ég varð örlítið hugsi yfir hvort það gæti virkilega verið, því ef ég er mesti frelsispésinn á einhverjum mælikvarða er ástæða til að verða fyrir alvarlegum vonbrigðum með minnkandi frelsisvitund annarra. Hún virðist samt vera staðreynd og yfirleitt réttlætt með því að takmarka þurfi frelsið svo ekki sé hægt að misnota það. Við frelsispésarnir reynum þá að halda á lofti mikilvægi frelsisins og verðum eftirvæntingarfull yfir tilburðum í þá átt en verðum svo yfirleitt fyrir vonbrigðum. Til að mynda þegar nokkur þúsund manns kvitta upp á að tjáningar-, ferða- og fundafrelsið sé ekki algilt, nýtt frumvarp um staðgöngumæðrun virðist alltof mörgum takmörkunum háð og jafnsjálfsögðum hlut og frjálsri verslun með áfengi er fundið allt til foráttu af ólíklegasta fólki. Það er pínlega til marks um hversu langt út fyrir frelsiskúrfu við erum komin þegar maður stendur í röð í matvöruverslun í miðbænum og sér sig af samfélagslegri ábyrgð knúinn til að benda túristunum á að pilsnerinn sem þeir sóttu í áberandi stæðu við innganginn sé alls ekki áfengur bjór. Þvílík undrun og vonbrigði þegar rennur upp fyrir þeim að það er ekki hægt að kaupa bjór úti í búð í landinu þar sem á að vera frjálst í fjallasal. Vonbrigði okkar frelsispésanna eru ekkert minni. Við erum bara því miður orðin hættulega lítið hissa þegar fólki finnst sjálfsagt mál að spenna frelsið kyrfilega fast í aftursætið og leyfa elskulegri forsjárhyggjunni að keyra. Eins og eftirvæntingarfullir túristarnir með fangið fullt af pilsnerdósum stöndum við á skólalóðinni og verðum alltaf jafnspennt fyrir komu ísbílsins, til þess eins að átta okkur á að það er bara verið að hringja inn úr frímínútum.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun