Að kveða niður ljóta drauga Sema Erla Serdar og Linda Ósk Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Fyrir rúmum tveimur mánuðum var hreyfingin BDS Ísland – Sniðganga fyrir Palestínu, stofnuð hér á landi, en tilgangur hreyfingarinnar er að svara alþjóðlegu ákalli Palestínumanna um sniðgöngu á ísraelskri framleiðslu og þvingunum gagnvart ísraelskum stjórnvöldum þar til að réttindi Palestínumanna verða virt að fullu í samræmi við alþjóðalög. Því verður ekki neitað að um tilfinningamál er að ræða, en hér er verið að kynna til leiks nýja aðferð til þess að hafa áhrif á deilu sem hefur staðið yfir í meira en sextíu ár og einkennst af átökum, ofbeldi, blóði og sorg, kostað tugi þúsunda manna lífið og eyðilagt landsvæði, heimili og framtíð barna á átakasvæðum. Það er því eðlilegt að fólk taki afstöðu til deilunnar, sé jafnvel hliðhollara einum deiluaðilanum en öðrum og sé ósammála um aðferðir og jafnvel mögulegar lausnir á deilunni. Opinber umræða á að vera af hinu góða. Öll eigum við rétt á að hafa okkar skoðanir og við eigum að geta deilt um mismunandi afstöðu til mála og málefna á opinberum vettvangi. Umræðan á að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum og rökum, en því miður fer umræðan oft fljótt frá einmitt því, yfir í að vera byggð á tilfinningum, og oft eru tilfinningarnar fljótar að leiða fólk í ógöngur. Þar sem við í BDS Ísland höfum orðið vör við hið síðarnefnda frá ákveðnum hópi sem hefur tekið sig saman til að berjast gegn hreyfingunni og sérstaklega meðlimum hennar á ansi óvandaðan hátt, þá skrifum við þessa grein í þeirri von að hægt sé að klára umræðuna um stefnu og inntak BDS hreyfingarinnar í eitt skipti fyrir öll svo við getum farið að einbeita okkur að því að berjast fyrir mannréttindum og frelsi Palestínumanna. Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Þannig felur sniðganga í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur eða stofnanir sem eru að skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Sniðganga er ekki algengt pólitískt verkfæri heldur er hún taktísk aðferð sem nota á undir sérstökum kringumstæðum og því er sniðganga yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir til þess að hafa áhrif á hegðun þeirra sem verið er að sniðganga hverju sinni, hafa verið fullreyndar. Sniðganga getur eingöngu verið áhrifarík í ákveðnum aðstæðum, sem eiga við Ísrael að flestu ef ekki öllu leyti. Sniðganga byggist á friðsamlegum reglum og hafnar úrræðum sem innihalda ofbeldisverk. Í upphafi sniðgöngunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku mætti hreyfingin miklu mótlæti víða um heim. Flokkur Nelson Mandela, Afríska þjóðarráðið, var tengdur við kommúnisma og hryðjuverkastarfsemi og því þótti mikil áhætta að styðja baráttu hans til að byrja með. Með svipuðum hætti hefur baráttan fyrir réttindum almennra borgara í Palestínu oft verið ranglega túlkuð sem stuðningur við hryðjuverkastarfsemi, en BDS Ísland hefur aldrei og mun aldrei styðja við slíka starfsemi. Þeir sem tjá sig opinberlega um gjörðir Ísraelsríkis eru oftar en ekki gagnrýndir og ómálefnaleg rök eru notuð gegn þeim þar sem þeim er tileinkaður stuðningur við hryðjuverkasamtök og hugsunarhátt byggðan á gyðingaandúð, sem á ekkert skylt við þau rök sem notuð eru gegn stefnu Ísraelsríkis. Gagnrýni á Ísrael og opinberar umræður um stefnu ísraelskra stjórnvalda eru með slíkum aðferðum oftast þaggaðar niður fljótt, en fæstir nenna að láta bendla sig við hryðjuverkastarfsemi og gyðingahatur til lengri tíma. BDS Ísland hafnar því að Ísraelsríki og stuðningsmenn geti notað stimpla eins og „gyðingahatur!“ að vild til þess að koma sér undan málefnalegri umræðu og gagnrýni. Staðreyndin er sú að stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón zíonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Zíonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunveruleg gyðingaandúð er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirra félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Fjölmargir þeirra sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, þar á meðal erkibiskupinn Desmond Tutu og forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafa lýst því yfir að alþjóðlega sniðgönguherferðin gegn aðskilnaðarstjórninni hafði mikil áhrif. Sniðgangan hjálpaði við að kollvarpa kerfinu í Suður-Afríku með friðsömum hætti í gegnum samningaviðræður, í stað þess að beita þyrfti ofbeldi. Með því að svara ákallinu um sniðgöngu geta einstaklingar um allan heim stutt Palestínumenn í baráttu sinni fyrir frelsi, mannréttindum og réttlæti. Með því að taka virkan þátt í sniðgöngu leggjum við okkar að mörkum á friðsamlegan hátt til að stöðva hið yfirgripsmikla og ríkisskipulagða ofbeldi sem Ísraelar beita daglega í Palestínu og hafa gert undanfarin 60 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur mánuðum var hreyfingin BDS Ísland – Sniðganga fyrir Palestínu, stofnuð hér á landi, en tilgangur hreyfingarinnar er að svara alþjóðlegu ákalli Palestínumanna um sniðgöngu á ísraelskri framleiðslu og þvingunum gagnvart ísraelskum stjórnvöldum þar til að réttindi Palestínumanna verða virt að fullu í samræmi við alþjóðalög. Því verður ekki neitað að um tilfinningamál er að ræða, en hér er verið að kynna til leiks nýja aðferð til þess að hafa áhrif á deilu sem hefur staðið yfir í meira en sextíu ár og einkennst af átökum, ofbeldi, blóði og sorg, kostað tugi þúsunda manna lífið og eyðilagt landsvæði, heimili og framtíð barna á átakasvæðum. Það er því eðlilegt að fólk taki afstöðu til deilunnar, sé jafnvel hliðhollara einum deiluaðilanum en öðrum og sé ósammála um aðferðir og jafnvel mögulegar lausnir á deilunni. Opinber umræða á að vera af hinu góða. Öll eigum við rétt á að hafa okkar skoðanir og við eigum að geta deilt um mismunandi afstöðu til mála og málefna á opinberum vettvangi. Umræðan á að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum og rökum, en því miður fer umræðan oft fljótt frá einmitt því, yfir í að vera byggð á tilfinningum, og oft eru tilfinningarnar fljótar að leiða fólk í ógöngur. Þar sem við í BDS Ísland höfum orðið vör við hið síðarnefnda frá ákveðnum hópi sem hefur tekið sig saman til að berjast gegn hreyfingunni og sérstaklega meðlimum hennar á ansi óvandaðan hátt, þá skrifum við þessa grein í þeirri von að hægt sé að klára umræðuna um stefnu og inntak BDS hreyfingarinnar í eitt skipti fyrir öll svo við getum farið að einbeita okkur að því að berjast fyrir mannréttindum og frelsi Palestínumanna. Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Þannig felur sniðganga í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur eða stofnanir sem eru að skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Sniðganga er ekki algengt pólitískt verkfæri heldur er hún taktísk aðferð sem nota á undir sérstökum kringumstæðum og því er sniðganga yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir til þess að hafa áhrif á hegðun þeirra sem verið er að sniðganga hverju sinni, hafa verið fullreyndar. Sniðganga getur eingöngu verið áhrifarík í ákveðnum aðstæðum, sem eiga við Ísrael að flestu ef ekki öllu leyti. Sniðganga byggist á friðsamlegum reglum og hafnar úrræðum sem innihalda ofbeldisverk. Í upphafi sniðgöngunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku mætti hreyfingin miklu mótlæti víða um heim. Flokkur Nelson Mandela, Afríska þjóðarráðið, var tengdur við kommúnisma og hryðjuverkastarfsemi og því þótti mikil áhætta að styðja baráttu hans til að byrja með. Með svipuðum hætti hefur baráttan fyrir réttindum almennra borgara í Palestínu oft verið ranglega túlkuð sem stuðningur við hryðjuverkastarfsemi, en BDS Ísland hefur aldrei og mun aldrei styðja við slíka starfsemi. Þeir sem tjá sig opinberlega um gjörðir Ísraelsríkis eru oftar en ekki gagnrýndir og ómálefnaleg rök eru notuð gegn þeim þar sem þeim er tileinkaður stuðningur við hryðjuverkasamtök og hugsunarhátt byggðan á gyðingaandúð, sem á ekkert skylt við þau rök sem notuð eru gegn stefnu Ísraelsríkis. Gagnrýni á Ísrael og opinberar umræður um stefnu ísraelskra stjórnvalda eru með slíkum aðferðum oftast þaggaðar niður fljótt, en fæstir nenna að láta bendla sig við hryðjuverkastarfsemi og gyðingahatur til lengri tíma. BDS Ísland hafnar því að Ísraelsríki og stuðningsmenn geti notað stimpla eins og „gyðingahatur!“ að vild til þess að koma sér undan málefnalegri umræðu og gagnrýni. Staðreyndin er sú að stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón zíonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Zíonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunveruleg gyðingaandúð er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirra félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Fjölmargir þeirra sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, þar á meðal erkibiskupinn Desmond Tutu og forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafa lýst því yfir að alþjóðlega sniðgönguherferðin gegn aðskilnaðarstjórninni hafði mikil áhrif. Sniðgangan hjálpaði við að kollvarpa kerfinu í Suður-Afríku með friðsömum hætti í gegnum samningaviðræður, í stað þess að beita þyrfti ofbeldi. Með því að svara ákallinu um sniðgöngu geta einstaklingar um allan heim stutt Palestínumenn í baráttu sinni fyrir frelsi, mannréttindum og réttlæti. Með því að taka virkan þátt í sniðgöngu leggjum við okkar að mörkum á friðsamlegan hátt til að stöðva hið yfirgripsmikla og ríkisskipulagða ofbeldi sem Ísraelar beita daglega í Palestínu og hafa gert undanfarin 60 ár.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun