Að kveða niður ljóta drauga Sema Erla Serdar og Linda Ósk Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Fyrir rúmum tveimur mánuðum var hreyfingin BDS Ísland – Sniðganga fyrir Palestínu, stofnuð hér á landi, en tilgangur hreyfingarinnar er að svara alþjóðlegu ákalli Palestínumanna um sniðgöngu á ísraelskri framleiðslu og þvingunum gagnvart ísraelskum stjórnvöldum þar til að réttindi Palestínumanna verða virt að fullu í samræmi við alþjóðalög. Því verður ekki neitað að um tilfinningamál er að ræða, en hér er verið að kynna til leiks nýja aðferð til þess að hafa áhrif á deilu sem hefur staðið yfir í meira en sextíu ár og einkennst af átökum, ofbeldi, blóði og sorg, kostað tugi þúsunda manna lífið og eyðilagt landsvæði, heimili og framtíð barna á átakasvæðum. Það er því eðlilegt að fólk taki afstöðu til deilunnar, sé jafnvel hliðhollara einum deiluaðilanum en öðrum og sé ósammála um aðferðir og jafnvel mögulegar lausnir á deilunni. Opinber umræða á að vera af hinu góða. Öll eigum við rétt á að hafa okkar skoðanir og við eigum að geta deilt um mismunandi afstöðu til mála og málefna á opinberum vettvangi. Umræðan á að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum og rökum, en því miður fer umræðan oft fljótt frá einmitt því, yfir í að vera byggð á tilfinningum, og oft eru tilfinningarnar fljótar að leiða fólk í ógöngur. Þar sem við í BDS Ísland höfum orðið vör við hið síðarnefnda frá ákveðnum hópi sem hefur tekið sig saman til að berjast gegn hreyfingunni og sérstaklega meðlimum hennar á ansi óvandaðan hátt, þá skrifum við þessa grein í þeirri von að hægt sé að klára umræðuna um stefnu og inntak BDS hreyfingarinnar í eitt skipti fyrir öll svo við getum farið að einbeita okkur að því að berjast fyrir mannréttindum og frelsi Palestínumanna. Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Þannig felur sniðganga í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur eða stofnanir sem eru að skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Sniðganga er ekki algengt pólitískt verkfæri heldur er hún taktísk aðferð sem nota á undir sérstökum kringumstæðum og því er sniðganga yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir til þess að hafa áhrif á hegðun þeirra sem verið er að sniðganga hverju sinni, hafa verið fullreyndar. Sniðganga getur eingöngu verið áhrifarík í ákveðnum aðstæðum, sem eiga við Ísrael að flestu ef ekki öllu leyti. Sniðganga byggist á friðsamlegum reglum og hafnar úrræðum sem innihalda ofbeldisverk. Í upphafi sniðgöngunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku mætti hreyfingin miklu mótlæti víða um heim. Flokkur Nelson Mandela, Afríska þjóðarráðið, var tengdur við kommúnisma og hryðjuverkastarfsemi og því þótti mikil áhætta að styðja baráttu hans til að byrja með. Með svipuðum hætti hefur baráttan fyrir réttindum almennra borgara í Palestínu oft verið ranglega túlkuð sem stuðningur við hryðjuverkastarfsemi, en BDS Ísland hefur aldrei og mun aldrei styðja við slíka starfsemi. Þeir sem tjá sig opinberlega um gjörðir Ísraelsríkis eru oftar en ekki gagnrýndir og ómálefnaleg rök eru notuð gegn þeim þar sem þeim er tileinkaður stuðningur við hryðjuverkasamtök og hugsunarhátt byggðan á gyðingaandúð, sem á ekkert skylt við þau rök sem notuð eru gegn stefnu Ísraelsríkis. Gagnrýni á Ísrael og opinberar umræður um stefnu ísraelskra stjórnvalda eru með slíkum aðferðum oftast þaggaðar niður fljótt, en fæstir nenna að láta bendla sig við hryðjuverkastarfsemi og gyðingahatur til lengri tíma. BDS Ísland hafnar því að Ísraelsríki og stuðningsmenn geti notað stimpla eins og „gyðingahatur!“ að vild til þess að koma sér undan málefnalegri umræðu og gagnrýni. Staðreyndin er sú að stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón zíonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Zíonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunveruleg gyðingaandúð er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirra félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Fjölmargir þeirra sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, þar á meðal erkibiskupinn Desmond Tutu og forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafa lýst því yfir að alþjóðlega sniðgönguherferðin gegn aðskilnaðarstjórninni hafði mikil áhrif. Sniðgangan hjálpaði við að kollvarpa kerfinu í Suður-Afríku með friðsömum hætti í gegnum samningaviðræður, í stað þess að beita þyrfti ofbeldi. Með því að svara ákallinu um sniðgöngu geta einstaklingar um allan heim stutt Palestínumenn í baráttu sinni fyrir frelsi, mannréttindum og réttlæti. Með því að taka virkan þátt í sniðgöngu leggjum við okkar að mörkum á friðsamlegan hátt til að stöðva hið yfirgripsmikla og ríkisskipulagða ofbeldi sem Ísraelar beita daglega í Palestínu og hafa gert undanfarin 60 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur mánuðum var hreyfingin BDS Ísland – Sniðganga fyrir Palestínu, stofnuð hér á landi, en tilgangur hreyfingarinnar er að svara alþjóðlegu ákalli Palestínumanna um sniðgöngu á ísraelskri framleiðslu og þvingunum gagnvart ísraelskum stjórnvöldum þar til að réttindi Palestínumanna verða virt að fullu í samræmi við alþjóðalög. Því verður ekki neitað að um tilfinningamál er að ræða, en hér er verið að kynna til leiks nýja aðferð til þess að hafa áhrif á deilu sem hefur staðið yfir í meira en sextíu ár og einkennst af átökum, ofbeldi, blóði og sorg, kostað tugi þúsunda manna lífið og eyðilagt landsvæði, heimili og framtíð barna á átakasvæðum. Það er því eðlilegt að fólk taki afstöðu til deilunnar, sé jafnvel hliðhollara einum deiluaðilanum en öðrum og sé ósammála um aðferðir og jafnvel mögulegar lausnir á deilunni. Opinber umræða á að vera af hinu góða. Öll eigum við rétt á að hafa okkar skoðanir og við eigum að geta deilt um mismunandi afstöðu til mála og málefna á opinberum vettvangi. Umræðan á að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum og rökum, en því miður fer umræðan oft fljótt frá einmitt því, yfir í að vera byggð á tilfinningum, og oft eru tilfinningarnar fljótar að leiða fólk í ógöngur. Þar sem við í BDS Ísland höfum orðið vör við hið síðarnefnda frá ákveðnum hópi sem hefur tekið sig saman til að berjast gegn hreyfingunni og sérstaklega meðlimum hennar á ansi óvandaðan hátt, þá skrifum við þessa grein í þeirri von að hægt sé að klára umræðuna um stefnu og inntak BDS hreyfingarinnar í eitt skipti fyrir öll svo við getum farið að einbeita okkur að því að berjast fyrir mannréttindum og frelsi Palestínumanna. Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Þannig felur sniðganga í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur eða stofnanir sem eru að skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Sniðganga er ekki algengt pólitískt verkfæri heldur er hún taktísk aðferð sem nota á undir sérstökum kringumstæðum og því er sniðganga yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir til þess að hafa áhrif á hegðun þeirra sem verið er að sniðganga hverju sinni, hafa verið fullreyndar. Sniðganga getur eingöngu verið áhrifarík í ákveðnum aðstæðum, sem eiga við Ísrael að flestu ef ekki öllu leyti. Sniðganga byggist á friðsamlegum reglum og hafnar úrræðum sem innihalda ofbeldisverk. Í upphafi sniðgöngunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku mætti hreyfingin miklu mótlæti víða um heim. Flokkur Nelson Mandela, Afríska þjóðarráðið, var tengdur við kommúnisma og hryðjuverkastarfsemi og því þótti mikil áhætta að styðja baráttu hans til að byrja með. Með svipuðum hætti hefur baráttan fyrir réttindum almennra borgara í Palestínu oft verið ranglega túlkuð sem stuðningur við hryðjuverkastarfsemi, en BDS Ísland hefur aldrei og mun aldrei styðja við slíka starfsemi. Þeir sem tjá sig opinberlega um gjörðir Ísraelsríkis eru oftar en ekki gagnrýndir og ómálefnaleg rök eru notuð gegn þeim þar sem þeim er tileinkaður stuðningur við hryðjuverkasamtök og hugsunarhátt byggðan á gyðingaandúð, sem á ekkert skylt við þau rök sem notuð eru gegn stefnu Ísraelsríkis. Gagnrýni á Ísrael og opinberar umræður um stefnu ísraelskra stjórnvalda eru með slíkum aðferðum oftast þaggaðar niður fljótt, en fæstir nenna að láta bendla sig við hryðjuverkastarfsemi og gyðingahatur til lengri tíma. BDS Ísland hafnar því að Ísraelsríki og stuðningsmenn geti notað stimpla eins og „gyðingahatur!“ að vild til þess að koma sér undan málefnalegri umræðu og gagnrýni. Staðreyndin er sú að stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón zíonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Zíonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunveruleg gyðingaandúð er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirra félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Fjölmargir þeirra sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, þar á meðal erkibiskupinn Desmond Tutu og forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafa lýst því yfir að alþjóðlega sniðgönguherferðin gegn aðskilnaðarstjórninni hafði mikil áhrif. Sniðgangan hjálpaði við að kollvarpa kerfinu í Suður-Afríku með friðsömum hætti í gegnum samningaviðræður, í stað þess að beita þyrfti ofbeldi. Með því að svara ákallinu um sniðgöngu geta einstaklingar um allan heim stutt Palestínumenn í baráttu sinni fyrir frelsi, mannréttindum og réttlæti. Með því að taka virkan þátt í sniðgöngu leggjum við okkar að mörkum á friðsamlegan hátt til að stöðva hið yfirgripsmikla og ríkisskipulagða ofbeldi sem Ísraelar beita daglega í Palestínu og hafa gert undanfarin 60 ár.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun