Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Frá vettvangi árásarinnar. Maðurinn var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mynd/Þorgeir Ólafsson Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira