Fimm Íslendingalið féllu í Svíþjóð og Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 09:15 Hjörtur logi er einn þeirra Íslendinga sem féllu í haust. Fréttablaðið/vilhelm Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira