Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni Guðsteinn Bjarnason og AP skrifa 2. desember 2014 07:00 Fiskimenn kvarta. Mikilvægir stofnar rækju, kræklings og fisks hafa minnkað eftir tilkomu verksmiðjunnar í Cirebon, sem sést í bakgrunni myndarinnar. Fréttablaðið/AP Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins. Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins.
Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira