Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni Guðsteinn Bjarnason og AP skrifa 2. desember 2014 07:00 Fiskimenn kvarta. Mikilvægir stofnar rækju, kræklings og fisks hafa minnkað eftir tilkomu verksmiðjunnar í Cirebon, sem sést í bakgrunni myndarinnar. Fréttablaðið/AP Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins. Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins.
Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira