Ekki orðinn betri en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2014 08:00 Háflug. Egill Magnússon svífur hér hátt yfir vörn Valsmanna og skorar eitt af 17 mörkum sínum á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Hann er í U21 árs landsliðshópnum sem spilar forkeppni HM hér á landi í byrjun janúar. Fréttablaðið/Ernir „Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Sjá meira
„Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19
Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06