Inn um bakdyrnar á náttúrupassa Ögmundur Jónasson skrifar 9. desember 2014 07:00 Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ferðamálaráðherra er með furðulegri uppátækjum í íslenskum stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um náttúrupassa kemur fram. Ráðherrann bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri manna er henni andvígur en ráðherrann heldur engu að síður staðfastlega áfram göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti þótt augljóst sé að málið muni aldrei fá brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa færi að lagafrumvarpið yrði samþykkt yrðu lögin engu að síður andvana fædd því almennt myndu Íslendingar ekki festa kaup á þessum passa. Sama fólk sem án efa greiddi með ánægju gjald eða skatt til verndar íslenskri náttúru myndi aldrei undirgangast passaskoðun til að ganga inn á Þingvelli. Það krefst ekki mikillar ígrundunar að skynja þetta. En er þar með sagan öll sögð? Ekki alveg. Ferðamálaráðherra virðist vilja hugnast þremur aðilum: Icelandair og öðrum flugrekstraraðilum sem ekki vilja að sett verði komugjald á ferðamenn til að fjármagna náttúruvernd, hóteleigendum sem ekki vilja gistináttagjald og síðast en ekki síst landeigendum sem vilja fá að rukka sjálfir beint og ofan í eigin vasa. Þegar rukkað var við Kerið, Geysi, Leirhnjúk og í Námaskarði síðastliðið sumar sagði ferðamálaráðherra ekki orð gegn þessu framferði, jafnvel þótt Umhverfisstofnun hefði sagt hið augljósa að þetta væri lögleysa. Ragnheiður Elín lýsti því meira að segja yfir að sér þætti gjaldheimtan í Kerinu takast sérlega vel! Við þetta fengu skráðir eigendur Kersins án efa aukið sjálfstraust enda innheimtu þeir nú ránsfeng sinn undir blaktandi fána lýðveldisins og sögðu engan mann hafinn yfir einkaeignarrétt þeirra! Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera innheimtu fyrir aðgang að íslenskri náttúru eðlilega, „náttúrulega“. Íslensk náttúra á að vera allra að njóta. Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera hana að prívat gróðalind. Það má aldrei gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ferðamálaráðherra er með furðulegri uppátækjum í íslenskum stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um náttúrupassa kemur fram. Ráðherrann bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri manna er henni andvígur en ráðherrann heldur engu að síður staðfastlega áfram göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti þótt augljóst sé að málið muni aldrei fá brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa færi að lagafrumvarpið yrði samþykkt yrðu lögin engu að síður andvana fædd því almennt myndu Íslendingar ekki festa kaup á þessum passa. Sama fólk sem án efa greiddi með ánægju gjald eða skatt til verndar íslenskri náttúru myndi aldrei undirgangast passaskoðun til að ganga inn á Þingvelli. Það krefst ekki mikillar ígrundunar að skynja þetta. En er þar með sagan öll sögð? Ekki alveg. Ferðamálaráðherra virðist vilja hugnast þremur aðilum: Icelandair og öðrum flugrekstraraðilum sem ekki vilja að sett verði komugjald á ferðamenn til að fjármagna náttúruvernd, hóteleigendum sem ekki vilja gistináttagjald og síðast en ekki síst landeigendum sem vilja fá að rukka sjálfir beint og ofan í eigin vasa. Þegar rukkað var við Kerið, Geysi, Leirhnjúk og í Námaskarði síðastliðið sumar sagði ferðamálaráðherra ekki orð gegn þessu framferði, jafnvel þótt Umhverfisstofnun hefði sagt hið augljósa að þetta væri lögleysa. Ragnheiður Elín lýsti því meira að segja yfir að sér þætti gjaldheimtan í Kerinu takast sérlega vel! Við þetta fengu skráðir eigendur Kersins án efa aukið sjálfstraust enda innheimtu þeir nú ránsfeng sinn undir blaktandi fána lýðveldisins og sögðu engan mann hafinn yfir einkaeignarrétt þeirra! Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera innheimtu fyrir aðgang að íslenskri náttúru eðlilega, „náttúrulega“. Íslensk náttúra á að vera allra að njóta. Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera hana að prívat gróðalind. Það má aldrei gerast.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun