Jól hinna eldföstu móta Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Jólin þegar ég var átján ára eru mér alltaf sérlega minnisstæð. Ég var nýflutt að heiman ásamt þáverandi kærasta og fannst ég vera orðin fullorðin að mörgu leyti. Litla kjallaraíbúðin sem við bjuggum í þjónaði aðallega þeim tilgangi að vera góður partístaður fyrir okkur vinina þar sem enginn úr vinahópnum var fluttur að heiman nema ég. Enda enn þá öll börn og börn eiga ekki að flytja að heiman heldur búa í foreldrahúsum eins lengi og þau geta. Á jólunum var ég hjá foreldrum mínum og beið spennt eftir uppáhaldinu mínu: pökkunum. Úr fyrsta pakkanum komu eldhúsáhöld. Ekki var það nú spennandi gjöf. Næsti pakki hlyti að bjóða upp á eitthvað betra. Ég opnaði fagurlega innpakkaða gjöfina. Undir rauðum pappírnum leyndist eldfast mót. Hvað er þetta? hugsaði ég með mér. Til hvers notar maður þetta? Næstu pakkar hlytu að vera eitthvað meira spennandi. Sú varð ekki raunin. Í næsta pakka var líka eldfast mót. Og í þeim fjórða líka. Ég var átján ára og hafði fengið þrjú eldföst mót í jólagjöf. Ég lagði varla í að opna fleiri pakka. Hvar voru skemmtilegu gjafirnar? Ég tók mér stutt hlé frá pökkunum. Var ég virkilega komin á þann stað í lífinu að ég fengi bara eldhúsvörur í jólagjöf? Ég sem kunni ekki einu sinni að elda. Vissulega voru gjafirnar fyrsta heims vandamál með tilliti til þess að margir hefðu það mun verra en ég um jólin. Ég var hins vegar ekki þroskaðri en það að þetta skemmdi pakkagleðina og það breyttist eitthvað innra með mér. Ég var engan veginn tilbúin til þess að fá eldföst mót í jólagjöf. Nokkrum mánuðum eftir jól hættum við kærastinn saman og ég flutti aftur heim. Jólin á eftir bjó ég hjá mömmu og pabba og fékk engin eldhúsáhöld í jólagjöf það árið. Það myndi hins vegar ekki eyðileggja jólin fyrir mér núna, níu árum seinna, enda gjafirnar hættar að vera aðalmálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Jólin þegar ég var átján ára eru mér alltaf sérlega minnisstæð. Ég var nýflutt að heiman ásamt þáverandi kærasta og fannst ég vera orðin fullorðin að mörgu leyti. Litla kjallaraíbúðin sem við bjuggum í þjónaði aðallega þeim tilgangi að vera góður partístaður fyrir okkur vinina þar sem enginn úr vinahópnum var fluttur að heiman nema ég. Enda enn þá öll börn og börn eiga ekki að flytja að heiman heldur búa í foreldrahúsum eins lengi og þau geta. Á jólunum var ég hjá foreldrum mínum og beið spennt eftir uppáhaldinu mínu: pökkunum. Úr fyrsta pakkanum komu eldhúsáhöld. Ekki var það nú spennandi gjöf. Næsti pakki hlyti að bjóða upp á eitthvað betra. Ég opnaði fagurlega innpakkaða gjöfina. Undir rauðum pappírnum leyndist eldfast mót. Hvað er þetta? hugsaði ég með mér. Til hvers notar maður þetta? Næstu pakkar hlytu að vera eitthvað meira spennandi. Sú varð ekki raunin. Í næsta pakka var líka eldfast mót. Og í þeim fjórða líka. Ég var átján ára og hafði fengið þrjú eldföst mót í jólagjöf. Ég lagði varla í að opna fleiri pakka. Hvar voru skemmtilegu gjafirnar? Ég tók mér stutt hlé frá pökkunum. Var ég virkilega komin á þann stað í lífinu að ég fengi bara eldhúsvörur í jólagjöf? Ég sem kunni ekki einu sinni að elda. Vissulega voru gjafirnar fyrsta heims vandamál með tilliti til þess að margir hefðu það mun verra en ég um jólin. Ég var hins vegar ekki þroskaðri en það að þetta skemmdi pakkagleðina og það breyttist eitthvað innra með mér. Ég var engan veginn tilbúin til þess að fá eldföst mót í jólagjöf. Nokkrum mánuðum eftir jól hættum við kærastinn saman og ég flutti aftur heim. Jólin á eftir bjó ég hjá mömmu og pabba og fékk engin eldhúsáhöld í jólagjöf það árið. Það myndi hins vegar ekki eyðileggja jólin fyrir mér núna, níu árum seinna, enda gjafirnar hættar að vera aðalmálið.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun