Fullkomnu liðin fara sjaldnast alla leið í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2014 07:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fagna marki. vísir/Getty Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira