Samkeppnishæf svínarækt? Ólafur Stephensen skrifar 19. desember 2014 07:00 Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, fer með beinar og vísvitandi rangfærslur um málflutning Félags atvinnurekenda í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann skrifar: „Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni?“ Útlegging Harðar á sér ekki stoð í raunveruleikanum. FA hefur bent á að geti svínaræktin ekki keppt við innflutning sem nemur 10% af innanlandsneyzlu, á tollum sem nema 30-40% af innkaupsverði, ættu svínabændur að snúa sér að arðbærari iðju. Undirritaður sagði í fréttum RÚV 12. desember: „Svo held ég hins vegar að innlendir framleiðendur ættu alveg að geta keppt á grundvelli gæða og hreinleika. Neytendur eiga þá bara einfaldlega að eiga valið á milli innlends svínakjöts og þess erlenda og geta valið á milli þess bæði á grundvelli verðs og upplýsinga um framleiðsluhætti og hvernig er búið að dýrunum.“ Sambærileg ummæli féllu á Bylgjunni 10. desember. Auðvitað skiptir verðið ekki öllu máli þegar neytendur velja sér vöru. Einmitt þess vegna ættu íslenzkir svínabændur að geta mætt erlendri samkeppni. Þeir krefjast þess hins vegar af stjórnvöldum að lagðir séu ofurtollar á innflutning og andmæla þeirri rýmkun á innflutningsheimildum sem gripið hefur verið til undanfarin ár til að mæta skorti á svínakjöti. Í raun eru engin rök fyrir að stjórnvöld verndi svínaræktina. Röksemdir um að verið sé að vernda hefðbundinn búskap í harðbýlu landi eiga ekki við. Svín eru alin af fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri. Þeirri spurningu er hins vegar auðsvarað hvaða starfsemi yrði eftir á Íslandi ef undirrituðum yrði að ósk sinni. Það yrði öflug atvinnustarfsemi sem þyrfti ekki tolla eða ríkisstyrki til að standast alþjóðlega samkeppni. Það á við um flestar atvinnugreinar á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, fer með beinar og vísvitandi rangfærslur um málflutning Félags atvinnurekenda í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann skrifar: „Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni?“ Útlegging Harðar á sér ekki stoð í raunveruleikanum. FA hefur bent á að geti svínaræktin ekki keppt við innflutning sem nemur 10% af innanlandsneyzlu, á tollum sem nema 30-40% af innkaupsverði, ættu svínabændur að snúa sér að arðbærari iðju. Undirritaður sagði í fréttum RÚV 12. desember: „Svo held ég hins vegar að innlendir framleiðendur ættu alveg að geta keppt á grundvelli gæða og hreinleika. Neytendur eiga þá bara einfaldlega að eiga valið á milli innlends svínakjöts og þess erlenda og geta valið á milli þess bæði á grundvelli verðs og upplýsinga um framleiðsluhætti og hvernig er búið að dýrunum.“ Sambærileg ummæli féllu á Bylgjunni 10. desember. Auðvitað skiptir verðið ekki öllu máli þegar neytendur velja sér vöru. Einmitt þess vegna ættu íslenzkir svínabændur að geta mætt erlendri samkeppni. Þeir krefjast þess hins vegar af stjórnvöldum að lagðir séu ofurtollar á innflutning og andmæla þeirri rýmkun á innflutningsheimildum sem gripið hefur verið til undanfarin ár til að mæta skorti á svínakjöti. Í raun eru engin rök fyrir að stjórnvöld verndi svínaræktina. Röksemdir um að verið sé að vernda hefðbundinn búskap í harðbýlu landi eiga ekki við. Svín eru alin af fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri. Þeirri spurningu er hins vegar auðsvarað hvaða starfsemi yrði eftir á Íslandi ef undirrituðum yrði að ósk sinni. Það yrði öflug atvinnustarfsemi sem þyrfti ekki tolla eða ríkisstyrki til að standast alþjóðlega samkeppni. Það á við um flestar atvinnugreinar á Íslandi í dag.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar