HK-hjartað slær enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson situr svekktur eftir einn af fjórtán tapleikjum HK í Olís-deildinni í vetur. Vísir/Andri Marinó „Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“ Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“
Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira