Franskur ruglufugl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2014 12:00 Salka segir nafn leikhópsins afleiðingu af hláturskasti rétt fyrir miðnætti. Vísir/Vilhelm „Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri. Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri.
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira