Vinstri græn berjast fyrir friðlýsingu húsa Sóley Tómasdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar