Á gólfi hefðarfólks undir þaki verkafólks 23. janúar 2014 09:46 "Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks,“ segir Katrín. Fréttablaðið/GVA „Verkið gengur út frá þeirri grundvallarstaðhæfingu að gólf séu óhreyfanleg, en snýr þessari staðhæfingu upp í andstæðu sína vegna þess að þetta er gólf sem hreyfist,“ segir myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún var með á Feneyjatvíæringnum. Þar var það í gömlu þvottahúsi, nú er hún að setja það upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Það er ekki bara gólf, heldur teikna útlínur þess 18. aldar hallarskála. „Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks, þannig að þegar maður gengur á verkinu er maður á gólfi hefðarfólksins en undir þaki verkafólksins,“ segir listakonan. Verkið er á neðri hæð Hafnarhússins, tekur yfir A-salinn og hluta af portinu. Katrín segir rýmra um það hér en var í Feneyjum og segir marga eiga heiðurinn að því að flytja verkið milli landanna. „Ég hef sjálf verið að mestu leyti upptekin við að teikna og skipuleggja uppsetninguna hér vegna þess að það er svo mikið öðruvísi en á Ítalíu.“ Katrín býr og starfar bæði hér á landi og í New York en segir fólk í sinni starfsgrein gjarnan að vinna þar sem verkefnin séu. „Mín verk eru að jafnaði byggð inn í rýmið og eru því staðbundin og gerð þeirra er þá líka staðbundin,“ útskýrir hún. En opnaði þátttaka hennar í Feneyjatvíæringnum henni ekki einhverjar dyr? „Jú, sannarlega. Það var mjög góð aðsókn að sýningunni allan tímann. Til Feneyja kemur margt fólk sem starfar í faginu. Verkið mitt vakti athygli og mér hefur verið boðið á þó nokkuð margar sýningar í framhaldinu. Listasafn Reykjavíkur gaf líka út fallegan bækling sem var á sýningunni úti og hann hefur stuðlað að góðri alþjóðlegri kynningu á verkinu og mér.“ Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Verkið gengur út frá þeirri grundvallarstaðhæfingu að gólf séu óhreyfanleg, en snýr þessari staðhæfingu upp í andstæðu sína vegna þess að þetta er gólf sem hreyfist,“ segir myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún var með á Feneyjatvíæringnum. Þar var það í gömlu þvottahúsi, nú er hún að setja það upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Það er ekki bara gólf, heldur teikna útlínur þess 18. aldar hallarskála. „Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks, þannig að þegar maður gengur á verkinu er maður á gólfi hefðarfólksins en undir þaki verkafólksins,“ segir listakonan. Verkið er á neðri hæð Hafnarhússins, tekur yfir A-salinn og hluta af portinu. Katrín segir rýmra um það hér en var í Feneyjum og segir marga eiga heiðurinn að því að flytja verkið milli landanna. „Ég hef sjálf verið að mestu leyti upptekin við að teikna og skipuleggja uppsetninguna hér vegna þess að það er svo mikið öðruvísi en á Ítalíu.“ Katrín býr og starfar bæði hér á landi og í New York en segir fólk í sinni starfsgrein gjarnan að vinna þar sem verkefnin séu. „Mín verk eru að jafnaði byggð inn í rýmið og eru því staðbundin og gerð þeirra er þá líka staðbundin,“ útskýrir hún. En opnaði þátttaka hennar í Feneyjatvíæringnum henni ekki einhverjar dyr? „Jú, sannarlega. Það var mjög góð aðsókn að sýningunni allan tímann. Til Feneyja kemur margt fólk sem starfar í faginu. Verkið mitt vakti athygli og mér hefur verið boðið á þó nokkuð margar sýningar í framhaldinu. Listasafn Reykjavíkur gaf líka út fallegan bækling sem var á sýningunni úti og hann hefur stuðlað að góðri alþjóðlegri kynningu á verkinu og mér.“
Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira