Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 16:39 Skopmyndateiknararnir Wolinski, Cabu, Charb og Tignous. Vísir/AFP Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00