Ingi Þór: Gerum ekki óraunhæfar kröfur til 2015 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 14:30 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42