Segir hugrekkið í víkingablóðinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. janúar 2015 19:00 Vestur- íslenskur ofurhugi ætlar á næstu dögum að hlekkja sig við brennandi víkingaskip í Reykjavíkurhöfn, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Hann segir hugrekkið víkingablóðinu að þakka. Dean Gunnarsson, sem er frá Winnipeg í Kanada, er staddur hér á landi ásamt tíu manna tökuliði sjónvarpsþáttarins Escape or die!, en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum. Til stóð að gjörningurinn færi fram við Sólfarið í kvöld, en tökuliðið neyddist til að hætta við vegna veðurs. Dean segist vona að móðir náttúra geri þeim kleift að láta til skarar skríða á næstu dögum. „Það eru allir að segja við mig að maður þurfi oftast bara að bíða í fimm mínútur eftir að veðrið á Íslandi breytist, svo vonandi breytist það okkur í hag.“ Dean er öllu vanur og hefur unnið við að framkvæma áhættugjörninga víðsvegar um heiminn síðustu ár. Hann hefur meðal annars verið grafinn lifandi í París og hent handjárnuðum út úr flugvél í Japan. Hann segist hafa verið staðráðin í að fara til Íslands til að gera þættina, enda á hann ættir að rekja hingað til lands. „Það rennur víkingablóð í mínum æðum og það gerir mig sterkari til að takast á við þessa áskorun. Vonandi hjálpar það mér að komast lifandi af víkingaskipinu, ég vil síður að það breytist í Valhöll,“ segir hann. Fréttir af flugi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Vestur- íslenskur ofurhugi ætlar á næstu dögum að hlekkja sig við brennandi víkingaskip í Reykjavíkurhöfn, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Hann segir hugrekkið víkingablóðinu að þakka. Dean Gunnarsson, sem er frá Winnipeg í Kanada, er staddur hér á landi ásamt tíu manna tökuliði sjónvarpsþáttarins Escape or die!, en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum. Til stóð að gjörningurinn færi fram við Sólfarið í kvöld, en tökuliðið neyddist til að hætta við vegna veðurs. Dean segist vona að móðir náttúra geri þeim kleift að láta til skarar skríða á næstu dögum. „Það eru allir að segja við mig að maður þurfi oftast bara að bíða í fimm mínútur eftir að veðrið á Íslandi breytist, svo vonandi breytist það okkur í hag.“ Dean er öllu vanur og hefur unnið við að framkvæma áhættugjörninga víðsvegar um heiminn síðustu ár. Hann hefur meðal annars verið grafinn lifandi í París og hent handjárnuðum út úr flugvél í Japan. Hann segist hafa verið staðráðin í að fara til Íslands til að gera þættina, enda á hann ættir að rekja hingað til lands. „Það rennur víkingablóð í mínum æðum og það gerir mig sterkari til að takast á við þessa áskorun. Vonandi hjálpar það mér að komast lifandi af víkingaskipinu, ég vil síður að það breytist í Valhöll,“ segir hann.
Fréttir af flugi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira