Hættumat almannavarna skóp hættu á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 14:39 Frá Breiðdalsvík. Vísir/Valli. Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“ Bárðarbunga Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“
Bárðarbunga Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent