Íslenski boltinn

Dóra María ekki í æfingahópi A-landsliðs kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir. Vísir/Daníel
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingar landsliðsins 24. og 25. janúar næstkomandi en æfingarnar munu fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Leikmennirnir 23 koma frá sjö félögum, sex Pepsi-deildarfélögum og svo einu erlendu félagi. Fjórtán af leikmönnunum 23 koma frá tveimur félögum, Breiðabliki og Stjörnunni, sjö frá hvoru félagi.  Önnur félög sem eiga fulltrúa í hópnum eru ÍBV, Selfoss, Valur og Þór, auk Alta IF í Noregi.

Valskonan Dóra María Lárusdóttir er ekki í æfingahópnum en óvíst er hvort hún haldi áfram knattspyrnuiðkun en landsliðsþjálfarinn sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að hann vonaðist til þess að hún héldi áfram.



Leikmenn sem taka þátt í landsliðsæfingum A-landsliðs kvenna 24.- 25. janúar:

Alta IF

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Breiðablik

Fanndís Friðriksdóttir

Guðrún Arnardóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Jóna Kristín Hauksdóttir

Málfríður Erna Sigurðardóttir

Rakel Hönnudóttir

Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður)

ÍBV

Kristín Erna Sigurlásdóttir

Sigríður Lára Garðarsdóttir

Selfoss

Guðmunda Brynja Óladóttir

Stjarnan

Anna Björk Kristjánsdóttir

Anna María Baldursdóttir

Ásgerður St. Baldursdóttir

Harpa Þorsteinsdóttir

Kristrún Kristjánsdóttir

Lára Kristín Pedersen

Sandra Sigurðardóttir (Markvörður)

Valur

Elín Metta Jensen

Hildur Antonsdóttir

Svava Rós Guðmundsdóttir

Þór/KA

Arna Sif Ásgrímsdóttir

Katrín Ásbjörnsdóttir


Tengdar fréttir

Systurnar sameinaðar á ný

Dætur Ragnheiðar Víkingsdóttur, eins sigursælasta leikmanns kvennaliðs Vals frá upphafi, munu aftur spila hlið við hlið á næsta tímabili, því báðar hafa þær skrifað undir samning við Pepsi-deildar lið Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×