Körfubolti

Tólfti sigur Atlanta í röð | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Korver var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt.
Korver var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. vísir/afp
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Það var mikið skorað í Texas-slag Golden State Warriors og Houston Rockets, þar sem Golden State fór með sigur af hólmi, 131-106.

Stephen Curry og Klay Thompson fóru á kostum í liði Golden State og skoruðu báðir 27 stig. Curry bætti auk þess sjö fráköstum og 11 stoðsendingum við.

Dwight Howard skoraði mest fyrir Houston, eða 23 stig, en miklu munaði um að James Harden náði sér ekki á strik. Harden, sem er með 26,6 stig að meðaltali í leik í vetur, hitti illa og skoraði aðeins 12 stig.

Atlanta Hawks vann sinn 12. leik í röð þegar liðið sótti Chicago Bulls heim. Lokatölur 107-99, Atlanta í vil sem er með bestan árangur allra liða í Austurdeildinni.

Kyle Korver var öflugur gegn sínum gömlu félögum og skilaði 24 stigum fyrir Haukana, en hann hitti úr sjö af níu þriggja stiga skotum sínum.

Derrick Rose var með 23 stig, átta fráköst og 10 stoðsendingar hjá Chicago sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar. Pau Gasol átti einnig fínan leik og skilaði 22 stigum og 15 fráköstum fyrir Chicago.

Þá vann Memphis Grizzlies góðan fjögurra stiga sigur á Portland Trail Blazers, 98-102, þar sem Zach Randolph fór mikinn með 20 stig og 15 fráköst.

Memphis er í 3. sæti Vesturdeildarinnar, sæti fyrir neðan Portland. Bæði lið eru þó talsvert langt á eftir toppliði Golden State sem hefur aðeins tapað sex af 38 leikjum sínum í vetur.

Úrslitin í nótt:

Charlotte 80-71 Indiana

Detroit 107-89 Philadelphia

Chicago 99-107 Atlanta

Houston 106-131 Golden State

Brooklyn 90-99 Washington

Memphis 102-98 Portland

Denver 105-113 Minnesota

Sacramento 108-117 LA Clippers

Kyle Korver var í stuði í nótt Það sama má segja um Stephen Curry og Klay Thompson Andrew Wiggins skoraði 31 stig í sigri Minnesota
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×