Annar bardagi Donald Cerrone á aðeins 15 dögum Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. janúar 2015 13:30 Donald Cerrone er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Vísir/Getty Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum. Donald ‘Cowboy’ Cerrone ber nafn með rentu en hann er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann klæðist kúrekastígvélum og gengur með kúrekahatt hvert sem hann fer. Hann er villtur kappi og á milli þess sem hann berst stundar hann klettaklifur, sjóbretti og keyrir um á vélsleðum og mótorhjólum, yfirmönnum UFC til mikils ama. Cerrone barðist síðast þann 3. janúar þegar hann sigraði Myles Jury örugglega. Cerrone var óánægður með bardagann og fannst hann ekki nógu skemmtilegur fyrir áhorfendur. Hann óskaði eftir því að berjast á UFC bardagakvöldinu í Colorado þann 14. febrúar og þótti flestum það full snemmt að berjast svo fljótt aftur. Skömmu eftir bardagann þann 3. janúar var Benson Henderson án andstæðings eftir að upphaflegi andstæðingur hans meiddist. Cerrone bauðst því til að taka bardagann og verða því aðeins 15 dagar á milli bardaga hjá honum. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Henderson og Cerrone mætast en nánar má lesa um fyrri bardaga þeirra hér. Bardaginn í kvöld verður sá sjöundi á innan við 365 dögum hjá Cerrone og er hann einn duglegasti bardagamaðurinn í UFC. Í lok árs 2013 kvaðst Cerrone vera blankur og vildi því fá að berjast eins oft og mögulegt væri. Það hefur gengið vel en Cerrone sigraði alla bardaga sína á síðasta ári og fékk auk þess þrjá frammistöðubónusa (6,5 milljón kr. hver). Iðulega yfirgefur Cerrone ekki borgina þar sem bardaginn fór fram fyrr en hann sé kominn með næsta bardaga. Það stefnir allt í frábært bardagakvöld en þeir Conor McGregor og Dennis Siver mætast í aðalbardaga kvöldsins.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00 Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum. Donald ‘Cowboy’ Cerrone ber nafn með rentu en hann er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann klæðist kúrekastígvélum og gengur með kúrekahatt hvert sem hann fer. Hann er villtur kappi og á milli þess sem hann berst stundar hann klettaklifur, sjóbretti og keyrir um á vélsleðum og mótorhjólum, yfirmönnum UFC til mikils ama. Cerrone barðist síðast þann 3. janúar þegar hann sigraði Myles Jury örugglega. Cerrone var óánægður með bardagann og fannst hann ekki nógu skemmtilegur fyrir áhorfendur. Hann óskaði eftir því að berjast á UFC bardagakvöldinu í Colorado þann 14. febrúar og þótti flestum það full snemmt að berjast svo fljótt aftur. Skömmu eftir bardagann þann 3. janúar var Benson Henderson án andstæðings eftir að upphaflegi andstæðingur hans meiddist. Cerrone bauðst því til að taka bardagann og verða því aðeins 15 dagar á milli bardaga hjá honum. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Henderson og Cerrone mætast en nánar má lesa um fyrri bardaga þeirra hér. Bardaginn í kvöld verður sá sjöundi á innan við 365 dögum hjá Cerrone og er hann einn duglegasti bardagamaðurinn í UFC. Í lok árs 2013 kvaðst Cerrone vera blankur og vildi því fá að berjast eins oft og mögulegt væri. Það hefur gengið vel en Cerrone sigraði alla bardaga sína á síðasta ári og fékk auk þess þrjá frammistöðubónusa (6,5 milljón kr. hver). Iðulega yfirgefur Cerrone ekki borgina þar sem bardaginn fór fram fyrr en hann sé kominn með næsta bardaga. Það stefnir allt í frábært bardagakvöld en þeir Conor McGregor og Dennis Siver mætast í aðalbardaga kvöldsins.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00 Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00
Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30
McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45
Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30
UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31
McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti