Vandamál er komið upp varðandi lík árásarmannanna þriggja í París, sem skotnir voru til bana af lögreglu í síðustu viku. Þeir liggja enn í líkhúsi í borginni og enginn hefur lagt fram beiðni um að þeir verði jarðaðir. Hvorki saksóknarinn í París, né fjölskyldur þeirra.
Embættismenn þeirra bæja sem árásarmennirnir Cherif og Said Kouachi og Amedy Coulibaly hafa búið í, segja ekki koma til greina að þeir verði jarðaðir þar, samkvæmt Independent.
„Ef ég er beðinn um að grafa Said Kouachi, mun ég alfarið neita,“ segir Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Ég vil ekki gröf í Reims sem verður bænastaður öfgamanna.“
Samkvæmt frönskum lögum verður að bjóða múslímum upp á íslamska jarðarför, biðji fjölskyldumeðlimir þeirra um það.
Enginn virðist vilja lík árásarmannanna

Tengdar fréttir

Samsæriskenningar komnar á flug: Réðust Bandaríkjamenn á Charlie Hebdo?
Samsæriskenningar heyrast víða um heim vegna árásanna í París.

Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir
Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins.

Ætla að prenta fimm milljónir eintaka
Gífurleg eftirspurn er eftir eintökum tímaritsins Charlie Hebdo.

Senda flugmóðurskip til Mið-Austurlanda
Frakkar ætla að vinna nánar með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS.

Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo
Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana.

„Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“
Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana.