"Það allra svartasta sem ég hef séð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 11:47 Þessa mynd tók nágranni Sigvalda, Ólafur Gauti Sigurðsson. "Staðan hjá honum var slæm , en mun dekkri hjá mér á Hákonarstöðum,“ segir Sigvaldi. vísir/ógs „Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð. Bárðarbunga Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
„Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð.
Bárðarbunga Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira