Cleveland getur ekkert án LeBron - öll úrslitin í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Kevin Love og félagar tapa og tapa án LeBron James. vísir/getty Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í: NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í:
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira