Sér eftir að hafa deilt myndbandinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2015 14:44 Ahmed Merabet var skotinn til bana af Kouachi bræðrunum fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo. Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15
Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33