Gauti: „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 21:30 Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti. Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti.
Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08