Frakkar efla eftirlit með grunuðum hryðjuverkamönnum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 10:34 Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Vísir/AFP Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23
Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22
Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43