Viðskipti innlent

Brynjar skilar skýrslu um ásakanir Víglundar á næsta nefndarfundi

ingvar haraldsson skrifar
Brynjar Níelsson hyggst leggja fram skýrslu á næsta fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um hvort eitthvað sé hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að stórfelld lögbrot hafi verið framin þegar bankakerfið var endurreist eftir hrunið árið 2008.
Brynjar Níelsson hyggst leggja fram skýrslu á næsta fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um hvort eitthvað sé hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að stórfelld lögbrot hafi verið framin þegar bankakerfið var endurreist eftir hrunið árið 2008. vísir/vilhelm/valli
Brynjar Níelsson hyggst leggja fram skýrslu á næsta fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um hvort eitthvað sé hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar. Víglundur telur að stórfelld lögbrot hafi verið framin þegar bankakerfið var endurreist eftir hrunið árið 2008.

Brynjar segist hafa lokið ritun skýrslunnar en vill ekki tjá sig efnislega um niðurstöðu hennar. Brynjar segir þó að skoðun hans á málinu þurfi ekki endilega að vera sú rétta. Brynjar á von á að næsti fundur nefndarinnar verði þriðjudaginn 17. febrúar þar sem nú sé kjördæmavika á Alþingi.


Tengdar fréttir

Lán færð yfir með miklum afslætti en engin skýr svör gefin

Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal gagna sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent Alþingi, sýna svart á hvítu að lánasöfn bankanna voru færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti sem í sumum tilvikum nam upp undir 50 prósentum.

Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum

Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×