Þorir enginn að berjast? - Allir skíthræddir við víkingana í Mjölni Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 09:00 Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Diego Björn Valencia eru allir bardagakappar hjá Mjölni. Haraldur Dean Nelson er framkvæmdastjórinn og Gunnar Nelson aðalstjarnan. vísir/getty/jón viðar arnþórsson „Ég verð bara að segja, að það er alveg fáránlegt hversu mörg MMA-félög eru bara að leita að auðveldum bardögum fyrir bardagakappana sína og ætla sér í raun aldrei að berjast þegar þeir hafa samþykkt að berjast.“ Þetta segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagastjörnunnar Gunnars Nelson, í löngum reiðipistli á Facebook-síðu sinni sem MMA-vefsíðan Fightland tekur upp. Haraldur kvartar sáran yfir því að fá enga bardaga fyrir íslensku krakkana í Mjölni og segir mörg MMA-félög einfaldlega vera að leita að bardögum sem þeirra kappar vinni örugglega. „Félög hafa verið að biðja um mun reyndari bardagamenn en þá sem við bjóðum upp á en samt sem áður þora þeir ekki að berjast. Til dæmis lenti Sunna Rannveig Davíðsdóttir fimm sinnum í því á síðasta ári að sá sem hún átti að berjast við hætti við,“ segir Haraldur. „Þetta er mjög pirrandi fyrir okkur hérna á Íslandi því við erum ekkert að keyra í næsta bæ til að berjast. Við þurfum að panta flugmiða fyrir bardagafólkið okkar og þeir eru dýrir jafnvel þó maður panti með góðum fyrirvara.“Gunnar Nelson hefur náð miklum árangri og orðspor hans og Mjölnis gerir aðra hrædda.vísir/gettyMjölnir hefur náð miklum árangri sem bardagafélag á skömmum tíma, en þar æfa nú 1.200 manns. Aðalstjarnan er vitaskuld Gunnar Nelson sem er á meðal bestu veltivigtarbardagakappa heims. Haraldur birtir á Facebook-síðu sinni nokkur nafnlaus skilaboð frá mönnum sem vilja fá íslensku kappana í Mjölni til að berjast á sínum bardagakvöldum. „Sæll vinur, gengur svolítið illa með þetta. Ekkert félag vill berjast við þína menn,“ segir einn. „Já, bróðir. Þetta er alveg galið en þegar ég minnist á Mjölni er eins og menn skelli bara á,“ segir annar. „Sæll, Halli. Það hafa nokkrir verið að gæla við að bóka þína menn en þeir lenda í sömu vandræðum og við þegar minnst er á Mjölni. Önnur félög vilja ekki berjast við víkingana frá Íslandi,“ segir enn annar og hann er ekki sá einni sem talar um víkingana. „Öll félög sem ég hef talað við virðast bara vera að leita að auðveldum bardögum. Þeir eru allavega skíthræddir við víkingana í Mjölni.“ Danny Mitchell, breskur bardagakappi sem sér um að bóka menn á bardagakvöld, segir mikið til í orðum Haraldar. Hann hefur lent í miklum vandræðum með að finna menn til að berjast við Mjölnisfólkið. „Baradagafélög fá á sig visst orðspor og menn vilja ekki berjast gegn svona ógnvekjandi félögum. Þeir búa til afsakanir. Þeir vilja bara auðvelda bardaga og vilja ekki að berjast gegn bardagamönnum frá félögum með gott orðspor,“ segir Mitchell við Fightland. „Þeir horfa á Gunnar Nelson og halda að allir sem æfa hjá Mjölni séu einhverskonar spegilmynd af honum sem verða ekki stöðvaðir. Ég hef lent í þessu með mitt fólk líka. Þetta er leiðinlegt.“ Svo virðist þó sem bardagar gætu verið handan við hornið hjá Mjölnisfólkinu því Finni að nafni Joona Pylkäs svarar Haraldi Nelson á Facebook og segir: „Halli, vinsamlegast sendu mér lista yfir bardagakappana hjá Mjölni. Við skulum reyna að finna bardaga fyrir ykkar fólk hérna. MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
„Ég verð bara að segja, að það er alveg fáránlegt hversu mörg MMA-félög eru bara að leita að auðveldum bardögum fyrir bardagakappana sína og ætla sér í raun aldrei að berjast þegar þeir hafa samþykkt að berjast.“ Þetta segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagastjörnunnar Gunnars Nelson, í löngum reiðipistli á Facebook-síðu sinni sem MMA-vefsíðan Fightland tekur upp. Haraldur kvartar sáran yfir því að fá enga bardaga fyrir íslensku krakkana í Mjölni og segir mörg MMA-félög einfaldlega vera að leita að bardögum sem þeirra kappar vinni örugglega. „Félög hafa verið að biðja um mun reyndari bardagamenn en þá sem við bjóðum upp á en samt sem áður þora þeir ekki að berjast. Til dæmis lenti Sunna Rannveig Davíðsdóttir fimm sinnum í því á síðasta ári að sá sem hún átti að berjast við hætti við,“ segir Haraldur. „Þetta er mjög pirrandi fyrir okkur hérna á Íslandi því við erum ekkert að keyra í næsta bæ til að berjast. Við þurfum að panta flugmiða fyrir bardagafólkið okkar og þeir eru dýrir jafnvel þó maður panti með góðum fyrirvara.“Gunnar Nelson hefur náð miklum árangri og orðspor hans og Mjölnis gerir aðra hrædda.vísir/gettyMjölnir hefur náð miklum árangri sem bardagafélag á skömmum tíma, en þar æfa nú 1.200 manns. Aðalstjarnan er vitaskuld Gunnar Nelson sem er á meðal bestu veltivigtarbardagakappa heims. Haraldur birtir á Facebook-síðu sinni nokkur nafnlaus skilaboð frá mönnum sem vilja fá íslensku kappana í Mjölni til að berjast á sínum bardagakvöldum. „Sæll vinur, gengur svolítið illa með þetta. Ekkert félag vill berjast við þína menn,“ segir einn. „Já, bróðir. Þetta er alveg galið en þegar ég minnist á Mjölni er eins og menn skelli bara á,“ segir annar. „Sæll, Halli. Það hafa nokkrir verið að gæla við að bóka þína menn en þeir lenda í sömu vandræðum og við þegar minnst er á Mjölni. Önnur félög vilja ekki berjast við víkingana frá Íslandi,“ segir enn annar og hann er ekki sá einni sem talar um víkingana. „Öll félög sem ég hef talað við virðast bara vera að leita að auðveldum bardögum. Þeir eru allavega skíthræddir við víkingana í Mjölni.“ Danny Mitchell, breskur bardagakappi sem sér um að bóka menn á bardagakvöld, segir mikið til í orðum Haraldar. Hann hefur lent í miklum vandræðum með að finna menn til að berjast við Mjölnisfólkið. „Baradagafélög fá á sig visst orðspor og menn vilja ekki berjast gegn svona ógnvekjandi félögum. Þeir búa til afsakanir. Þeir vilja bara auðvelda bardaga og vilja ekki að berjast gegn bardagamönnum frá félögum með gott orðspor,“ segir Mitchell við Fightland. „Þeir horfa á Gunnar Nelson og halda að allir sem æfa hjá Mjölni séu einhverskonar spegilmynd af honum sem verða ekki stöðvaðir. Ég hef lent í þessu með mitt fólk líka. Þetta er leiðinlegt.“ Svo virðist þó sem bardagar gætu verið handan við hornið hjá Mjölnisfólkinu því Finni að nafni Joona Pylkäs svarar Haraldi Nelson á Facebook og segir: „Halli, vinsamlegast sendu mér lista yfir bardagakappana hjá Mjölni. Við skulum reyna að finna bardaga fyrir ykkar fólk hérna.
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira