Kolbeinn vann þrjú gullverðlaun á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhús í Kaplakrika um helgina og sagði Arnari Björnssyni hvert hann stefnir.
„Íslandsmet í 200, gæti ekki verið sáttari. Þetta er lífið,“ sagði andstuttur Kolbeinn Höður nýbúinn að setja Íslandsmet í 200 metra hlaupi.
„Ég er í betra standi en ég bjóst við svona snemma á árinu. Ég bjóst svo sem alveg við að gera stóra hluti á árinu.
„Þetta veit allt á góða hluti. Vonandi heldur þetta áfram svona.
„Í sumar stefni ég á að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara undir 21,“ sagði Kolbeinn Höður um markmið sitt í 200 metra hlaupi.
„2017 ætla ég að ná lágmarki á EM fullorðinna úti. Það er stefnan. Maður þarf að hafa skýr markmið til að komast áfram í þessu sporti,“ sagði Kolbeinn Höður en viðtalið allt má sjá hér að neðan.