Miði og Pyngjan í samstarf Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2015 17:03 Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra kampakát ásamt Dagnýju Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra og eiganda DH Samskipta. Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira