Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson bjó til girnilegar Kjúklingalundir í harissa með kínóa og jógúrt dressingu í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2.
Kjúklingalundir í Harissa
800 gr kjúklingalundir
1 stk rauð paprika
¼ tsk kóríanderfræ
¼ tsk kúmenfræ
1 stk rauðlaukur (skrældur og gróft skorinn)
3 hvítlauksgeirar (skrældir og gróft skornir)
2 rauðir chili (kjarnhreinsaður og gróft skorinn)
½ tsk tómatpurré
2 tsk ferskur limesafi
Sjávarsalt
Setjið paprikuna inn í 200 gráðu heitan ofninn í 20 mín. Takið út úr ofninum, setjið álpappír yfir og látið standa þannig í 15 mín. Skrælið ysta lagið utan af paprikunni og takið kjarnann úr henni. Ristið þurrkryddin á pönnu við vægan hita í ca. 2 mín. Setjið kryddin svo í mortel og brjótið niður. Hitið pönnu við miðlungshita og steikið rauðlaukinn, hvítlaukinn og chili þar til allt er orðið mjúkt. Blandið öllu hráefninu saman, setjið í matvinnsluvél og vinnið saman þar til allt er orðið að mauki. Smakkið til með salti og limesafa. Veltið kjúklingnum upp úr maukinu og látið hann standa í marineringunni í 12 tíma. Ath. geymið 2 msk af maukinu til að setja út í cus cusið. Setjið lundirnar inn í 200 gráðu heitan ofninn í 20 mín eða þar til þær eru orðnar 74 gráður í kjarnhita.
Kínóa
500 gr kínóa(soðið)
1 box cherrytómatar (skornir í helminga)
2 stk vorlaukur (fínt skorinn)
2 msk mynta(fínt skorin)
1 msk (ristað broddkúmen malað)
2 msk harissa mauk
1 stk granatepli (kjarnanir)
Safi úr 1 lime
Sjávarsalt
Setjið allt hráefnð saman í skál og smakkið það til með saltinu og limesafanum.
Jógúrt dressing
1 dós hrein jógúrt
150 gr grísk jógúrt
1 stk agúrka
1 stk lime (safinn og börkur)
1 tsk brodd kúmen
½ hvítlauksgeiri fínt rifinn
Maldonsalt
Rífið agúrkuna með grófu rifjárni og þerrið með því að vinda hana í klút. Rífið börkinn af lime-inu yfir gúrkuna með microplane járni. Bætið brodd kúmeni og hvítlauknum útí ásamt jógúrtinu og kreistið í lokinn safann úr lime-inu. Blandið öllu saman og smakkið til með maldonsalti.