Þrír ráðherrabílar til sölu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 13:09 Ráðherrabílarnir þrír sem auglýstir eru til sölu á vef Ríkiskaupa. Vísir Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll. Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll.
Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08
Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00