Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 23-23 | Björgvin bjargaði stigi fyrir Breiðhyltinga Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 5. febrúar 2015 12:55 Björgvin Hólmgeirsson var hetja gestanna. vísir/stefán Akureyri og ÍR skildu jöfn, 23-23, í leik liðanna í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir jafnan en þó sveiflukenndan leik sem var umfram allt mjög skemmtilegur. Leikurinn fór rólega af stað fyrir norðan í kvöld og var það nokkuð áberandi að bæði lið voru að koma úr langri pásu. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru hlaðnar mistökum og það var í raun lítið til að gleðja augað annað en markmenn beggja liða sem voru að verja ágætlega. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn smá sprett og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir komnir fjórum mörkum yfir,16-10 Tomas Olason, markmaður heimamanna, átti sinn hlut í því enda hafði hann varið um 60% af þeim skotum sem hann fékk á sig á fyrstu 30 mínútum leiksins. Seinni hálfleikurinn var öllu líflegri og meira fyrir augað en sá fyrri og sérstaklega þá lokakaflinn sem var æsispennandi. Eins og undir lok fyrri hálfleiksins voru það heimamenn sem voru betri,þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka voru þeir komnir sex mörkum yfir og allt virtist stefna í að þeir væru að fara að klára leikinn en leikmenn ÍR voru á öðru máli. Á meðan heimamenn voru að gera mistök í röðum og láta henda sér útaf skoruðu leikmenn ÍR sex mörk í röð á fimm mínútum og leikurin því jafn þegar korter var eftir. Þetta síðasta korter var heldur betur líflegt og spennandi svo ekki sé meira sagt en liðin skiptust á að vera yfir þangað til að jafntefli varð niðurstaðan sem verður að teljast sanngjörn.Einar Hólmgeirsson: Sturla fékk botnlangakast "Þetta bar þess merki í byrjun að þetta var fyrsti leikur eftir frí," sagði Einar Hólmgeirsson strax eftir leik. "Við spiluðum t.d. aðeins einhverja tvö æfingarleiki í þessu fríi þannig að maður bjóst við smá ryðguðum sóknarleik en samt ekki alveg svona. Ryðið fór svo af mönnum þarna í seinni hálfleik, það var mikið um brottvísanir sem opnaði leikinn. Ég vil ekki tjá mig um dómara beint en það var mikill HM bragur af þessu, heilt yfir þá hallaði ekki á annað liðið og þetta jafnaðist held ég út. Heilt yfir erum við sáttir með stigið en vorum samt klaufar að klára þetta ekki þegar við vorum komnir yfir. Bjöggi er samt búinn að vera meiddur alla pásuna, fór á nokkrar æfingar í þessari viku og hjálpaði okkur mikið í dag. Við vorum aðeins að prófa nýja vörn og Daníel var frábær þar enda var ég nokkuð ánægður með hana en við verðum að laga sóknina." Þegar um tuttugu mínútur voru eftir þá leit þetta ekkert sérstaklega út fyrir þína menn. "Nei, alls ekki. Mér fannst samt vanta bara eitthvað lítið eins og ég sagði við Bjögga rétt áður en Arnar Bjarki setti hann í slá og inn og það kom okkur í gang aftur." Sturla Ásgeirsson var ekki með ykkur í dag, hver er staðan á honum? "Hann fékk botnlangakast og fór í aðgerð núna á sunnudaginn. Það eru alveg örugglega alveg tvær til þrjár vikur í hann."Hreiðar Levý: Áttum að sigla þessu í land "Ég spilaði síðasta alvöru leik 10. apríl," sagði Hreiðar Levý Guðmundsson eftir sinn fyrsta leik með Akureyri þrátt fyrir að hann hafi komið til liðsins fyrir núverandi tímabil. "Síðan þá hefur þetta eiginlega verið ströggl með hnéið, fór í aðgerð sem átti ekki að vera mikið mál en endaði svo með sýkingu, næringu í æð og pakki sem ég er enn að eiga við. Sýkingin er ekki enn til staðar en ég er bara að vinna í því að byggja upp löppina. Ég hefði viljað taka nokkra í viðbót í þessum leik, það hefði verið mjög gott Öskubusku dæmi ef ég hefði náð að verja síðasta boltann frá Bjögga. Við vorum að missa boltann trekk í trekk, fá á okkur hraðaupphlaup og þeir fá sjálfstraust. Þetta var einhver sjö eða átta mínútna kafli þar sem þeir voru allt í einu komnir yfir og þá var þetta leikur, erfitt að finna skýringu á því hvað gerðist en það blokkaðist bara eitthvað hjá okkur og svona má ekki gerast. Við áttum að sigla þessu í land þannig að þetta er svekkjandi."Atli Hilmarsson: Súrt að hafa ekki fengið annað stig "Það sem er jákvætt er að við snérum aftur eftir að hafa verið undir," Sagði Atli Hilmarsson eftir leik. "Annars er ég mjög súr. Við erum að fá urmul af hraðaupphlaupum á okkur sem er óvanalegt með okkar lið, erum að láta boltann í hendurnar á þeim ítrekað og þeir refsa grimmilega með hröðum sóknum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur sóknarlega en ég var ánægður með varnarleikinn og markvörslu, Tomas hélt okkur bara inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við áttum alltaf séns á því að vinna þetta og það er súrt að hafa ekki fengið annað stig." Tveir nýliðar léku með Akureyri í dag. Hreiðar Levý og Nicklas Selvig. "Já, þeir eiga eftir að hjálpa okkur klárlega í vetur. Erfiður fyrsti leikur í dag hjá þeim, Nicklas er búinn að vera með okkur á þremur æfingum og ekki hægt að ætlast til þess að hann sé að bera okkar leik uppi, Hreiðar hefur ekki spilað leik síðan í apríl og er að koma aftur eftir erfið meiðsli en þeir tveir eiga eftir að hjálpa okkur heilmikið." Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Akureyri og ÍR skildu jöfn, 23-23, í leik liðanna í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir jafnan en þó sveiflukenndan leik sem var umfram allt mjög skemmtilegur. Leikurinn fór rólega af stað fyrir norðan í kvöld og var það nokkuð áberandi að bæði lið voru að koma úr langri pásu. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru hlaðnar mistökum og það var í raun lítið til að gleðja augað annað en markmenn beggja liða sem voru að verja ágætlega. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn smá sprett og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir komnir fjórum mörkum yfir,16-10 Tomas Olason, markmaður heimamanna, átti sinn hlut í því enda hafði hann varið um 60% af þeim skotum sem hann fékk á sig á fyrstu 30 mínútum leiksins. Seinni hálfleikurinn var öllu líflegri og meira fyrir augað en sá fyrri og sérstaklega þá lokakaflinn sem var æsispennandi. Eins og undir lok fyrri hálfleiksins voru það heimamenn sem voru betri,þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka voru þeir komnir sex mörkum yfir og allt virtist stefna í að þeir væru að fara að klára leikinn en leikmenn ÍR voru á öðru máli. Á meðan heimamenn voru að gera mistök í röðum og láta henda sér útaf skoruðu leikmenn ÍR sex mörk í röð á fimm mínútum og leikurin því jafn þegar korter var eftir. Þetta síðasta korter var heldur betur líflegt og spennandi svo ekki sé meira sagt en liðin skiptust á að vera yfir þangað til að jafntefli varð niðurstaðan sem verður að teljast sanngjörn.Einar Hólmgeirsson: Sturla fékk botnlangakast "Þetta bar þess merki í byrjun að þetta var fyrsti leikur eftir frí," sagði Einar Hólmgeirsson strax eftir leik. "Við spiluðum t.d. aðeins einhverja tvö æfingarleiki í þessu fríi þannig að maður bjóst við smá ryðguðum sóknarleik en samt ekki alveg svona. Ryðið fór svo af mönnum þarna í seinni hálfleik, það var mikið um brottvísanir sem opnaði leikinn. Ég vil ekki tjá mig um dómara beint en það var mikill HM bragur af þessu, heilt yfir þá hallaði ekki á annað liðið og þetta jafnaðist held ég út. Heilt yfir erum við sáttir með stigið en vorum samt klaufar að klára þetta ekki þegar við vorum komnir yfir. Bjöggi er samt búinn að vera meiddur alla pásuna, fór á nokkrar æfingar í þessari viku og hjálpaði okkur mikið í dag. Við vorum aðeins að prófa nýja vörn og Daníel var frábær þar enda var ég nokkuð ánægður með hana en við verðum að laga sóknina." Þegar um tuttugu mínútur voru eftir þá leit þetta ekkert sérstaklega út fyrir þína menn. "Nei, alls ekki. Mér fannst samt vanta bara eitthvað lítið eins og ég sagði við Bjögga rétt áður en Arnar Bjarki setti hann í slá og inn og það kom okkur í gang aftur." Sturla Ásgeirsson var ekki með ykkur í dag, hver er staðan á honum? "Hann fékk botnlangakast og fór í aðgerð núna á sunnudaginn. Það eru alveg örugglega alveg tvær til þrjár vikur í hann."Hreiðar Levý: Áttum að sigla þessu í land "Ég spilaði síðasta alvöru leik 10. apríl," sagði Hreiðar Levý Guðmundsson eftir sinn fyrsta leik með Akureyri þrátt fyrir að hann hafi komið til liðsins fyrir núverandi tímabil. "Síðan þá hefur þetta eiginlega verið ströggl með hnéið, fór í aðgerð sem átti ekki að vera mikið mál en endaði svo með sýkingu, næringu í æð og pakki sem ég er enn að eiga við. Sýkingin er ekki enn til staðar en ég er bara að vinna í því að byggja upp löppina. Ég hefði viljað taka nokkra í viðbót í þessum leik, það hefði verið mjög gott Öskubusku dæmi ef ég hefði náð að verja síðasta boltann frá Bjögga. Við vorum að missa boltann trekk í trekk, fá á okkur hraðaupphlaup og þeir fá sjálfstraust. Þetta var einhver sjö eða átta mínútna kafli þar sem þeir voru allt í einu komnir yfir og þá var þetta leikur, erfitt að finna skýringu á því hvað gerðist en það blokkaðist bara eitthvað hjá okkur og svona má ekki gerast. Við áttum að sigla þessu í land þannig að þetta er svekkjandi."Atli Hilmarsson: Súrt að hafa ekki fengið annað stig "Það sem er jákvætt er að við snérum aftur eftir að hafa verið undir," Sagði Atli Hilmarsson eftir leik. "Annars er ég mjög súr. Við erum að fá urmul af hraðaupphlaupum á okkur sem er óvanalegt með okkar lið, erum að láta boltann í hendurnar á þeim ítrekað og þeir refsa grimmilega með hröðum sóknum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur sóknarlega en ég var ánægður með varnarleikinn og markvörslu, Tomas hélt okkur bara inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við áttum alltaf séns á því að vinna þetta og það er súrt að hafa ekki fengið annað stig." Tveir nýliðar léku með Akureyri í dag. Hreiðar Levý og Nicklas Selvig. "Já, þeir eiga eftir að hjálpa okkur klárlega í vetur. Erfiður fyrsti leikur í dag hjá þeim, Nicklas er búinn að vera með okkur á þremur æfingum og ekki hægt að ætlast til þess að hann sé að bera okkar leik uppi, Hreiðar hefur ekki spilað leik síðan í apríl og er að koma aftur eftir erfið meiðsli en þeir tveir eiga eftir að hjálpa okkur heilmikið."
Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira