McLaren endurnýjar kynnin við Honda Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:30 Formúlu 1 keppnisbíll McLaren. Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira