Söfnuðu gulli í Þrándheimi 3. febrúar 2015 18:30 Daníel Jens og Ingibjörg Erla. mynd/aðsend Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira