Innlent

Málatilbúnaður hruninn til grunna – segir forsætisráðherra þræta áfram

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segist líta svo að búið sé að afgreiða ásakanir Víglundar Þorsteinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í greinargerð Brynjars Níelssonar. Hún staðfesti að málatilbúnaður Víglundur Þorsteinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sé hruninn til grunna. Það séu engar innistæður fyrir þeim sveru ásökunum sem voru settar fram.

Brynjar Níelsson segir í nýrri skýrslu um Víglundarmálið svokallaða, ekkert hæft í ásökunum um að farið hafi verið á svig við lög og reglur við endurreisn bankanna. Forsætisráðherra var hinsvegar ómyrkur í máli þegar Víglundur kynnti skýrslu sína og sagði málið grafalvarlegt. Gögnin sem Víglundur hefði grafið upp sýndu að „ekki aðeins létu menn hjá líða að nýta þetta tækifæri heldur fóru beinlínis í það að vinda ofan af því, að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin til þess að þóknast kröfuhöfum bankanna.

Hann sagðist hinsvegar á Alþingi í gær aldrei hafa sagt að lög hafi verið brotin. Málið snúist um rangar pólitískar ákvarðanir. Steingrímur segir að ráðherranum væri nær að játa sig sigraðan og snúa sér að því að verkstýra ríkisstjórninni. „Hann finnur sér ekki leið í land og velur þann kost að þræta bara áfram úti í leðjunni.“

Steingrímur segir að ekkert standi út af borðinu nema kannski að biðja fjölda fólks og stofnana afsökunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×