Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Stjarnan 24-21 | Mikilvæg stig heimamanna á Akureyri Birgir H. Stefánsson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 19. febrúar 2015 13:50 Kristján Orri Jóhannsson, hornamaður Akureyrar, skoraði níu mörk í kvöld. vísir/stefán Akureyri er komið með átján stig í Olísdeild karla eftir afar mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli, 24-21. Stjarnan hefði getað komið sér upp fyrir Fram og í áttunda sæti deildarinnar með sigri. En Garðbæingar sitja eftir í níunda sætinu með tólf stig. Kristján Orri Jóhannsson skoraði níu mörk fyrir heimamenn og þeir Egill Magnússon og Ari Magnús Þorgeirsson fjögur hvor. Það gekk afar illa hjá Stjörnumönnum að komast norður í leik kvöldsins en loksins um hálftíma eftir að leikurinn átti að byrja komust þeir á leiðarenda eftir um átta og hálfa klukkustund á ferðalagi. Leikurinn hófst því seint eða um klukkan 20.35 og erfitt er að halda því fram að svona löng rútuferð sé góður líkamlegur undirbúningur fyrir það að spila handboltaleik. Strákarnir úr Garðabænum voru lengi í gang og virkuðu þungir í upphafi leiks, heimamenn komust í 4-1 þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu strákarnir úr Garðabænum og skoruðu tvö mörk í röð. Eftir það tók við kafli þar sem bæði lið gerðu mikið af mistökum og hvorugt lið náði að skora mark í einhverjar átta mínútur. Varnarleikur beggja liða var mjög þéttur fyrir, Hreiðar var heitur í markinu hjá heimamönnum með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikur beggja liða var afar mistækur og þegar fyrri leiktími fyrri hálfleiks rann út var staðan 11-10 heimamönnum í vil eftir að Sigþór Árni Heimisson hafði skorað afar myndarlegt síðasta mark hálfleiksins. Í upphafi síðari hálfleiks kom kafli þar sem Stjörnumenn köstuðu frá sér boltanum aftur og aftur á meðan heimamenn gengu á lagið, náðu fimm marka forustu og staðan var orðin 17-12 eftir átta mínútna leik. Þessi kafli reyndist ráða úrslitum þegar upp var staðið, heimamenn náðu aldrei að losa sig við baráttuglaða Stjörnumenn sem náðu þó heldur aldrei að jafna leikinn. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom inn fyrir Björn Inga í mark Stjörnunnar og varði mjög vel en það dugði ekki til, heimamenn héldu forustu til loka og sigruðu á endanum með þremur mörkum, 24-21,Skúli: Nánast svaðilför „Varnarleikurinn var nokkuð góður,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við erum með markvörslu sem er svona að meðaltali alveg í lagi og svo frábæra markvörslu undir lokin. En við erum líka að klikka á tíu dauðafærum í svona leik og það hefur bara engin efni á því. Við erum ekki bara með slæma tæknifeila heldur eru þeir einnig að koma á mjög slæmum tímum. Það er ekki neinn skandall að fá á sig 24 mörk, við stóðum vörnina ágætlega í töluverðan tíma en því miður þá náðum við ekki að notfæra okkur það.“ Það getur varla verið annað en að tæplega níu tíma rútuferð hafi einhver áhrif á liðið? „Já, klárlega er það eitt atriði. Þó að menn voru búnir að búa sig undir ferð þá var þetta nánast svaðilför en við erum með verkefni sem við verðum að laga. Við verðum að laga hröðu sóknirnar og nýta færin t.d. en það er þá bara verkefni fyrir næsta leik. Það er ekkert auðvelt að koma hingað, frábær heimavöllur og góður stuðningur.“Sverre: Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera „Já, það að spila svona varnarleik er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir leik þegar hann var spurður af því hvort að svona varnarleiks leikur væri ekki eitt af því skemmtilegasta sem hann kæmist í. „Við náðum góðum varnarleik í dag og svo kom Hreiðar heldur betur sterkur inn og hjálpaði okkur mikið. Það sem við lögðum upp með tókst rosalega vel og við náðum að halda út. Þetta er búið að vera alveg svakalega erfitt undanfarið og þess vegna er þessi sigur líka svona sætur fyrir okkur.“ „Vörnin hjá báðum liðum var að halda, markmenn voru nokkuð góðir en bæði lið voru að gera mistök sóknarlega. Við náum mjög góðum kafla í seinni hálfleiknum sem við náum að lifa á og klára þetta svo hérna í restina, þetta eru mjög mikilvægir punktar.“ Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Akureyri er komið með átján stig í Olísdeild karla eftir afar mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli, 24-21. Stjarnan hefði getað komið sér upp fyrir Fram og í áttunda sæti deildarinnar með sigri. En Garðbæingar sitja eftir í níunda sætinu með tólf stig. Kristján Orri Jóhannsson skoraði níu mörk fyrir heimamenn og þeir Egill Magnússon og Ari Magnús Þorgeirsson fjögur hvor. Það gekk afar illa hjá Stjörnumönnum að komast norður í leik kvöldsins en loksins um hálftíma eftir að leikurinn átti að byrja komust þeir á leiðarenda eftir um átta og hálfa klukkustund á ferðalagi. Leikurinn hófst því seint eða um klukkan 20.35 og erfitt er að halda því fram að svona löng rútuferð sé góður líkamlegur undirbúningur fyrir það að spila handboltaleik. Strákarnir úr Garðabænum voru lengi í gang og virkuðu þungir í upphafi leiks, heimamenn komust í 4-1 þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu strákarnir úr Garðabænum og skoruðu tvö mörk í röð. Eftir það tók við kafli þar sem bæði lið gerðu mikið af mistökum og hvorugt lið náði að skora mark í einhverjar átta mínútur. Varnarleikur beggja liða var mjög þéttur fyrir, Hreiðar var heitur í markinu hjá heimamönnum með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikur beggja liða var afar mistækur og þegar fyrri leiktími fyrri hálfleiks rann út var staðan 11-10 heimamönnum í vil eftir að Sigþór Árni Heimisson hafði skorað afar myndarlegt síðasta mark hálfleiksins. Í upphafi síðari hálfleiks kom kafli þar sem Stjörnumenn köstuðu frá sér boltanum aftur og aftur á meðan heimamenn gengu á lagið, náðu fimm marka forustu og staðan var orðin 17-12 eftir átta mínútna leik. Þessi kafli reyndist ráða úrslitum þegar upp var staðið, heimamenn náðu aldrei að losa sig við baráttuglaða Stjörnumenn sem náðu þó heldur aldrei að jafna leikinn. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom inn fyrir Björn Inga í mark Stjörnunnar og varði mjög vel en það dugði ekki til, heimamenn héldu forustu til loka og sigruðu á endanum með þremur mörkum, 24-21,Skúli: Nánast svaðilför „Varnarleikurinn var nokkuð góður,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við erum með markvörslu sem er svona að meðaltali alveg í lagi og svo frábæra markvörslu undir lokin. En við erum líka að klikka á tíu dauðafærum í svona leik og það hefur bara engin efni á því. Við erum ekki bara með slæma tæknifeila heldur eru þeir einnig að koma á mjög slæmum tímum. Það er ekki neinn skandall að fá á sig 24 mörk, við stóðum vörnina ágætlega í töluverðan tíma en því miður þá náðum við ekki að notfæra okkur það.“ Það getur varla verið annað en að tæplega níu tíma rútuferð hafi einhver áhrif á liðið? „Já, klárlega er það eitt atriði. Þó að menn voru búnir að búa sig undir ferð þá var þetta nánast svaðilför en við erum með verkefni sem við verðum að laga. Við verðum að laga hröðu sóknirnar og nýta færin t.d. en það er þá bara verkefni fyrir næsta leik. Það er ekkert auðvelt að koma hingað, frábær heimavöllur og góður stuðningur.“Sverre: Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera „Já, það að spila svona varnarleik er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir leik þegar hann var spurður af því hvort að svona varnarleiks leikur væri ekki eitt af því skemmtilegasta sem hann kæmist í. „Við náðum góðum varnarleik í dag og svo kom Hreiðar heldur betur sterkur inn og hjálpaði okkur mikið. Það sem við lögðum upp með tókst rosalega vel og við náðum að halda út. Þetta er búið að vera alveg svakalega erfitt undanfarið og þess vegna er þessi sigur líka svona sætur fyrir okkur.“ „Vörnin hjá báðum liðum var að halda, markmenn voru nokkuð góðir en bæði lið voru að gera mistök sóknarlega. Við náum mjög góðum kafla í seinni hálfleiknum sem við náum að lifa á og klára þetta svo hérna í restina, þetta eru mjög mikilvægir punktar.“
Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira