Dortmund ekki lengur meðal þriggja neðstu liðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 21:20 Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Borussia Dortmund komst upp úr botnsætum þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir 4-2 heimsigur á Mainz 05 í fyrsta leik 21. umferðarinnar. Þetta var annar sigur Dortmund- liðsins í röð. Borussia Dortmund sat í þriðja neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn (16. sæti), einu stigi á undan neðstu liðunum en þessi sigur skilar liðinu upp í 14. sæti. Mainz 05 er nú með jafnmörg stig en betri markatölu. Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang og Tyrkinn Nuri Şahin skoruðu tvö síðustu mörkin á síðustu tuttugu mínútunum og tryggðu Borussia Dortmund annan deildarsigurinn í röð. Pierre-Emerick Aubameyang kom Dortmund í 3-2 á 71. mínútu eftir sendingu frá Marco Reus og Nuri Sahin skoraði fjórða markið sjö mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu Aubameyang. Marco Reus hafði áður komi Dortmund í 2-1 með marki á 55. mínútu en sex mínútum fyrr hafði Neven Subotić jafnað metin í 1-1. Elkin Soto skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Mainz 05 strax á fyrstu mínútu leiksins en markið kom eftir aðeins 40 sekúndur og skógarhlaup hjá Roman Weidenfeller markverði liðsins. Yunus Malli jafnaði metin í 2-2 eftir undirbúning Elkin Soto og aðeins mínútu eftir að Marco Reus kom Dortmund yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Borussia Dortmund komst upp úr botnsætum þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir 4-2 heimsigur á Mainz 05 í fyrsta leik 21. umferðarinnar. Þetta var annar sigur Dortmund- liðsins í röð. Borussia Dortmund sat í þriðja neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn (16. sæti), einu stigi á undan neðstu liðunum en þessi sigur skilar liðinu upp í 14. sæti. Mainz 05 er nú með jafnmörg stig en betri markatölu. Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang og Tyrkinn Nuri Şahin skoruðu tvö síðustu mörkin á síðustu tuttugu mínútunum og tryggðu Borussia Dortmund annan deildarsigurinn í röð. Pierre-Emerick Aubameyang kom Dortmund í 3-2 á 71. mínútu eftir sendingu frá Marco Reus og Nuri Sahin skoraði fjórða markið sjö mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu Aubameyang. Marco Reus hafði áður komi Dortmund í 2-1 með marki á 55. mínútu en sex mínútum fyrr hafði Neven Subotić jafnað metin í 1-1. Elkin Soto skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Mainz 05 strax á fyrstu mínútu leiksins en markið kom eftir aðeins 40 sekúndur og skógarhlaup hjá Roman Weidenfeller markverði liðsins. Yunus Malli jafnaði metin í 2-2 eftir undirbúning Elkin Soto og aðeins mínútu eftir að Marco Reus kom Dortmund yfir í fyrsta sinn í leiknum.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira