Lars um 38 ára þjálfaraferil: Mín bestu ár verið á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 15:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Íslenski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Íslenski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira