Haukakonur í Höllina annað árið í röð | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2015 21:03 Kvennalið Haukar tyggði sér farseðilinn á bikarúrslitaleikjahelgina í handboltanum annað árið í röð eftir fjögurra marka sigur á Selfossi á Ásvöllum í kvöld, 26-22. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grótta komst líka í Höllinni með öruggum 31-18 sigri á HK en Haukar, Grótta og ÍBV hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Valur og Fylkir spila síðan um síðasta sætið á morgun. Þetta þýðir að Haukarnir verða með bæði liðin sín í Laugardalshöllinni því karlaliðið hafði áður unnið sinn leik í átta liða úrslitunum. Selfossliðið byrjaði leikinn vel og komst meðal annars þremur mörkum yfir, 10-7. Haukaliðið svaraði þá með fimm mörkum í röð, komst í 12-10 og var síðan 14-12 yfir í hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið komst mest þremur mörkum yfir í seinni hálfleiknum en Selfossliðið gafst ekki upp og náði að jafna metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Karen Helga Díönudóttir kom Haukum yfir úr vítakasti og Marija Gedroit kom Haukum síðan tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar tvær mínútur og 22 sekúndur voru eftir. Viktoría Valdimarsdóttir nánast innsiglaði síðan sigurinn með því að skora þriðja mark Hauka í röð og koma liðinu í 25-22.Haukar - Selfoss 26-22 (14-12)Mörk Hauka: Marija Gedroit 8, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 1.Grótta - HK 31-18 (18-8)Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 11, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 9, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Lovísa Thompson 1Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Natalía María Helen Ægisdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.Marija Gedroit skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Stefán Olís-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Kvennalið Haukar tyggði sér farseðilinn á bikarúrslitaleikjahelgina í handboltanum annað árið í röð eftir fjögurra marka sigur á Selfossi á Ásvöllum í kvöld, 26-22. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grótta komst líka í Höllinni með öruggum 31-18 sigri á HK en Haukar, Grótta og ÍBV hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Valur og Fylkir spila síðan um síðasta sætið á morgun. Þetta þýðir að Haukarnir verða með bæði liðin sín í Laugardalshöllinni því karlaliðið hafði áður unnið sinn leik í átta liða úrslitunum. Selfossliðið byrjaði leikinn vel og komst meðal annars þremur mörkum yfir, 10-7. Haukaliðið svaraði þá með fimm mörkum í röð, komst í 12-10 og var síðan 14-12 yfir í hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið komst mest þremur mörkum yfir í seinni hálfleiknum en Selfossliðið gafst ekki upp og náði að jafna metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Karen Helga Díönudóttir kom Haukum yfir úr vítakasti og Marija Gedroit kom Haukum síðan tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar tvær mínútur og 22 sekúndur voru eftir. Viktoría Valdimarsdóttir nánast innsiglaði síðan sigurinn með því að skora þriðja mark Hauka í röð og koma liðinu í 25-22.Haukar - Selfoss 26-22 (14-12)Mörk Hauka: Marija Gedroit 8, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 1.Grótta - HK 31-18 (18-8)Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 11, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 9, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Lovísa Thompson 1Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Natalía María Helen Ægisdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.Marija Gedroit skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Stefán
Olís-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni